Hvítabjörninn reyndist mjólkandi birna Jakob Bjarnar skrifar 18. júlí 2016 13:23 Ólöf G. Sigurðardóttir dýralæknir og meinafræðingur á Keldum undirbýr krufningu og aðrar rannsóknir. Hvítabjörninn sem felldur var um helgina við Hvalnes á Skaga, var fullorðin birna. Hún var með mjólk í júgri þannig að ekki er langt síðan að húnn, eða húnar, fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun þar sem hvítabjörninn var krufinn í gær. Þau Karl Skírnisson dýrafræðingur og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu ísbjörninn og nutu við það aðstoðar Þorvalds Björnssonar hamskera.Meðalstórt dýr og vel í holdumUm er að ræða meðalstórt dýr, en lengd frá trýni aftur á dindil eru 207 sentímetrar en þyngd 204 kíló. Þá er birnan mun feitari en þeir birnir sem hingað hafa synt undanfarin ár. Áætlað er að um 30 prósent líkamsþyngdarinnar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hefur nærst eðlilega undanfarna mánuði. „Nýleg smásár voru á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þessar skeinur. Grafið hafði í bógsárinu þannig að það var að minnsta kosti nokkurra daga gamalt,“ segir í tilkynningunni. Fjölmörg sýni voru tekin úr dýrinu sem svo verða rannsökuð næstu daga og mánuði, „meðal annars sýni sem ætluð eru til mælinga á styrk þrávirkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rannsókna.“Skinnið sútað og hauskúpa og bein hreinsuð Þá verður sníkjudýra í meltingarvegi leitað og uppruni fæðuleifa sem fundust í ristli greindur en maginn reyndist vera tómur. „Leitað verður að tríkínum í sýnum úr tungu, þind og kjálkavöðva en um helmingur hvítabjarna í Austur-Grænlandsstofninum er með þetta sníkjudýr sem ekki þekkist á Íslandi og setur Ísland þar með í hóp örfárra landa þar sem tríkínur ógna ekki heilbrigði manna,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Náttúrufræðistofnun þar sem beinagrindin verður varðveitt. Þá verður birnan verður aldursgreind en það er gert með því að telja árhringi í tannrótum en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífsferil viðkomandi dýra. Tengdar fréttir Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11 Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hvítabjörninn sem felldur var um helgina við Hvalnes á Skaga, var fullorðin birna. Hún var með mjólk í júgri þannig að ekki er langt síðan að húnn, eða húnar, fylgdu henni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keldum og Náttúrufræðistofnun þar sem hvítabjörninn var krufinn í gær. Þau Karl Skírnisson dýrafræðingur og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu ísbjörninn og nutu við það aðstoðar Þorvalds Björnssonar hamskera.Meðalstórt dýr og vel í holdumUm er að ræða meðalstórt dýr, en lengd frá trýni aftur á dindil eru 207 sentímetrar en þyngd 204 kíló. Þá er birnan mun feitari en þeir birnir sem hingað hafa synt undanfarin ár. Áætlað er að um 30 prósent líkamsþyngdarinnar hafi verið spik þannig að ljóst er að dýrið hefur nærst eðlilega undanfarna mánuði. „Nýleg smásár voru á haus og bóg en óljóst er hvernig dýrið fékk þessar skeinur. Grafið hafði í bógsárinu þannig að það var að minnsta kosti nokkurra daga gamalt,“ segir í tilkynningunni. Fjölmörg sýni voru tekin úr dýrinu sem svo verða rannsökuð næstu daga og mánuði, „meðal annars sýni sem ætluð eru til mælinga á styrk þrávirkra klórkolefnissambanda, þungmálmum, styrk geislavirkra efna og mótefnum gegn veirum. Margvísleg vefjasýni voru tekin til vefjameinafræðilegra rannsókna.“Skinnið sútað og hauskúpa og bein hreinsuð Þá verður sníkjudýra í meltingarvegi leitað og uppruni fæðuleifa sem fundust í ristli greindur en maginn reyndist vera tómur. „Leitað verður að tríkínum í sýnum úr tungu, þind og kjálkavöðva en um helmingur hvítabjarna í Austur-Grænlandsstofninum er með þetta sníkjudýr sem ekki þekkist á Íslandi og setur Ísland þar með í hóp örfárra landa þar sem tríkínur ógna ekki heilbrigði manna,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirhugað er að súta skinnið og bein og hauskúpa verða hreinsuð á Náttúrufræðistofnun þar sem beinagrindin verður varðveitt. Þá verður birnan verður aldursgreind en það er gert með því að telja árhringi í tannrótum en athuganir á tönnum geta einnig gefið aðrar mikilvægar upplýsingar um lífsferil viðkomandi dýra.
Tengdar fréttir Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11 Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07 Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Enginn veit fyrir víst hvers vegna ísbirnirnir koma hingað Ísbjörninn sem felldur var á norðurlandi í gærkvöld verður nú rannsakaður og stoppaður upp. Fyrri rannsóknir eftir landgöngur síðustu ára hafa leitt ýmislegt í ljós. 17. júlí 2016 19:11
Ísbjarnarhræið komið til Garðabæjar í hendur Náttúrufræðistofnunnar Bjarndýrið var geymt í kæli í nótt eftir að það var fellt. 17. júlí 2016 14:07
Ekki val um annað en að fella bjarndýrið á Skaga að sögn lögreglu Farið var með atvikið eftir verklagsreglum sem settar voru eftir landgöngu tveggja ísbjarna árið 2008. 17. júlí 2016 12:21