Hvetja Ögmund til endurskoða ákvörðun um synjun 11. maí 2013 16:51 Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, hvetja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að endurskoða þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Hann hefur dvalið á Ítalíu síðustu níu ár. Í ákalli samtakanna til innanríkisráðherra, segir að Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi. Svo segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu, enda hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Hér fyrir neðan má lesa ákall samtakanna í heild sinni: Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, fara hér með fram á að innanríkisráðuneytið endurskoði þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Undanfarin níu ár hefur hann dvalist á Ítalíu við bágbornar aðstæður. Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi, samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökum. Nýlega hefur verið hert á löggjöf þar sem gerir samkynhneigð refsiverða og gríðarlegir samfélagslegir fordómar gera að verkum að líf hinsegin fólks er í hættu og ofsóknir á grundvelli kynhneigðar algengar án þess að yfirvöld veiti einstaklingum sem verða fyrir barðinu á slíku nokkra vernd. Yfirgnæfandi líkur eru á að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu. Hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Ekki einungis er Ítalía ríki þar sem afar ólíklegt er að hælisleitendur fái réttláta málsmeðferð, heldur er afar lítið tillit tekið til kynhneigðar við málsmeðferð hælisleitenda á Ítalíu samkvæmt upplýsingum Evrópusamtaka hinsegin fólks. Sterk mannúðarsjónarmið sem og lagaleg rök eru fyrir því að afgreiðsla á máli Martins á Íslandi verði endurskoðuð. Farið er fram á að ákvörðun verði tekin um að fresta fyrirhugaðri brottvísun Martins frá Íslandi á meðan unnið er að því að fá þá endurskoðun, hvort sem það verður með atbeina dómstóla, endurupptöku málsins hjá Útlendingastofnun eða eftir öðrum leiðum. Íslendingar eru stoltir af því að vera í fararbroddi í réttindamálum hinsegin fólks. Samtökin ´78 krefjast þess að íslensk stjórnvöld tryggi að réttarverndin nái til allra sem dveljast á íslenskri grundu. Annað væri tvískinnungur. Samtökin ’78 lýsa sig viljug til að styðja og aðstoða Martin eins og mögulegt er á meðan mál hans er til meðferðar hér á landi. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, hvetja Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til þess að endurskoða þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Hann hefur dvalið á Ítalíu síðustu níu ár. Í ákalli samtakanna til innanríkisráðherra, segir að Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi. Svo segir að yfirgnæfandi líkur séu á því að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu, enda hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Hér fyrir neðan má lesa ákall samtakanna í heild sinni: Samtökin ´78, félag hinsegin fólks á Íslandi, fara hér með fram á að innanríkisráðuneytið endurskoði þá ákvörðun að synja samkynhneigða Nígeríumanninum Martin um efnislega meðferð á umsókn um hæli á Íslandi. Hann sótti um hæli á grundvelli kynhneigðar sinnar eftir að hafa flúið frá Nígeríu til Ítalíu vegna ofbeldis og niðurlægingar sem hann mátti sæta. Undanfarin níu ár hefur hann dvalist á Ítalíu við bágbornar aðstæður. Aðstæður hinsegin fólks í Nígeríu eru afar slæmar og fara versnandi, samkvæmt upplýsingum frá Amnesty International og öðrum mannréttindasamtökum. Nýlega hefur verið hert á löggjöf þar sem gerir samkynhneigð refsiverða og gríðarlegir samfélagslegir fordómar gera að verkum að líf hinsegin fólks er í hættu og ofsóknir á grundvelli kynhneigðar algengar án þess að yfirvöld veiti einstaklingum sem verða fyrir barðinu á slíku nokkra vernd. Yfirgnæfandi líkur eru á að verði Martin sendur aftur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar, muni hann verða sendur aftur til Nígeríu. Hefur beiðni Martin um hæli á Ítalíu þegar verið hafnað. Ekki einungis er Ítalía ríki þar sem afar ólíklegt er að hælisleitendur fái réttláta málsmeðferð, heldur er afar lítið tillit tekið til kynhneigðar við málsmeðferð hælisleitenda á Ítalíu samkvæmt upplýsingum Evrópusamtaka hinsegin fólks. Sterk mannúðarsjónarmið sem og lagaleg rök eru fyrir því að afgreiðsla á máli Martins á Íslandi verði endurskoðuð. Farið er fram á að ákvörðun verði tekin um að fresta fyrirhugaðri brottvísun Martins frá Íslandi á meðan unnið er að því að fá þá endurskoðun, hvort sem það verður með atbeina dómstóla, endurupptöku málsins hjá Útlendingastofnun eða eftir öðrum leiðum. Íslendingar eru stoltir af því að vera í fararbroddi í réttindamálum hinsegin fólks. Samtökin ´78 krefjast þess að íslensk stjórnvöld tryggi að réttarverndin nái til allra sem dveljast á íslenskri grundu. Annað væri tvískinnungur. Samtökin ’78 lýsa sig viljug til að styðja og aðstoða Martin eins og mögulegt er á meðan mál hans er til meðferðar hér á landi.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira