Hvert er réttlætið í nýju einkunnagjöfinni? Embla Dröfn Óðinsdóttir skrifar 12. desember 2015 11:00 Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar