Hvert er réttlætið í nýju einkunnagjöfinni? Embla Dröfn Óðinsdóttir skrifar 12. desember 2015 11:00 Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun