Hvert er réttlætið í nýju einkunnagjöfinni? Embla Dröfn Óðinsdóttir skrifar 12. desember 2015 11:00 Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Núna fer skólaárið bráðum að vera hálfnað og komin smá reynsla á nýja einkunnarkerfið sem sett var á hjá 10. bekk í grunnskólum nú í haust, þ.e.a.s að gefa í bókstöfum með texta á bakvið, A, B, B+, C, C+ og D. Ég og jafnaldrar mínir höfum verið að bera saman skólana okkar og skoða hvað stendur á bak við hvern bókstaf og erum við byrjuð að taka eftir því að það er mikið ósamræmi milli grunnskóla. Einkunnagjafirnar milli skólanna virðast vera jafn mismunandi og þeir eru margir. Í sumum skólum eru settar tölur bakvið bókstafina, í öðrum eru gefin stig og einnig er dæmi um að gefnir eru bókstafir og umsagnir. Það er eins og að skólarnir séu ekki að fara eftir sömu tilmælunum. Í aðalnámskrá eru gefnar nákvæmar skýringar (matsviðmið) um það sem stendur á bakvið hvern einasta bókstaf og mælst til að sömu viðmið séu notuð sem við sem mest mat í skólastarfinu. Lítið sem ekkert eftirlit er með skólunum, þ.e. hvort þeir séu yfirhöfuð að vinna eftir hæfni- og/eða matsviðmiðum námskrárinnar. Dæmi sanna er full þörf á slíku eftirliti enda námskráin það tæki menntamálayfirvalda sem tryggja á samræmi og samhæfingu skólastarfs við útfærslu á sameiginlegri menntastefnu. Ekki er farið eftir námskránni. Ég hef núna síðastliðnar vikur verið að kanna það hvernig aðrir skólar eru að meta einkunnir og hvernig þær eru gefnar og hef ég komist að því að mikill meirihluti er að gera þetta á ranga vegu og á annan hátt en segir í aðalnámskrá. Til dæmis: - Grunnskóli A: Gefur einkunnir allan veturinn í tölum en svo undir lokin eru einkuninar færðar yfir í bókstaf. - Grunnskóli B: Gefur einkunnir með ákveðnum stigum þ.e.a.s 6 stig fyrir A, 4 stig fyrir B, 2 stig fyrir C og 1stig fyrir D, leggur saman og finnur meðaltal. - Grunnskóli C: Gefur einkunnir í bókstöfunum A,B,C og D á viðeigandi hátt og eftir námsmati. Próf og verkefnum skipt í 4 hluta og hver hluti er með ákveðið vægi (þyngsta efnið=A, Léttasta efnið=D ) - Grunnskóli D: gefur ákveðin stig fyrir hvert dæmi og leggur saman heildarstig og færir svo yfir í bókstafi. Þ.e. það er lesið í stigin en ekki í hæfnina. Samkvæmt aðalnámskrá á A að vera framúrskarandi gott, sem einfaldlega þýðir að vera hæfari en í raun sé ætlast til samkvæmt hæfniviðmiðum námskrárinnar. Í tveimur skólum sem ég hef kynnt mér námsmatið í eru settar tölur á bakvið bókstafina og þær eru þessar: A= 9,5-10. Mér finnst þetta vera virkilega ósanngjarnt þar sem það eru aðrir skólar sem fara eftir aðalnámskrá og þar er A framúrskarandi. En ef þú ert með 9,5 er ekki víst að þú getir flóknustu verkefnin sem ættu að gefa A heldur gætir þú t.d. verið með 95 stig af 100, og fengið A, án þess að geta verkefni sem reyndi á framúrskarandi hæfnina. A á að vera sett þannig upp að þú getur notað námsaðferðir og formúlur sem þér var kennt og notað þær með mismunandi hætti og læra að nota þær og þróa þær sjálfur á réttann hátt. Talað er um að mjög fáir eigi að fá A í lokaeinkunn í ákveðnu fagi en það mun ekki ganga eftir ef t.d. 9,5 þýði fá “framúrskarandi” þ.e.a.s. A. Ég hef miklar áhyggjur af þessu og er mjög ósátt að það skuli vera þetta ósamræmi á milli skóla og jafnvel kennara. Finnst ég upplifa mismunun og óréttlæti vegna þessa kerfis og er ég ekki ein um það. Einnig hef ég áhyggjur á því að þetta geti haft áhrif á inngöngu nemenda inní framhaldsskóla þar sem A í einum skóla getur jafngilt B í öðrum skóla o.s.frv. Innleiðing þessa kerfis fær því einkunnina D hjá mér.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun