Hvernig á að kaupa sér íbúð? Sæunn Gísladóttir skrifar 28. janúar 2016 07:00 Fjölbreyttar leiðir eru í boði fyrir fólk til að kaupa sér íbúð. Ungt par á þrítugsaldri hyggst kaupa sér íbúð sem kostar þrjátíu milljónir. Þau eiga þrjár milljónir á mann í útborgun og taka 24 milljón króna lán saman, eða sem nemur 80 prósentum af íbúðarkostnaði. Ef parið tekur lán hjá einhverjum af þremur stóru bönkunum hefur það val milli verðtryggðra, óverðtryggðra og blandaðra lána og getur að hluta til ákveðið vextina. Ef það tekur lán hjá Íbúðalánasjóði stendur því þó einungis til boða verðtryggt lán með 4,2 prósent föstum vöxtum. Á fjörutíu árum getur parið séð fram á að greiða í kringum sjötíu milljónir fyrir húsnæðislán. „Það sem fólk þarf að vita er að greiðslubyrði á verðtryggðum lánum er mun lægri en á óverðtryggðum lánum. En ef maður lítur aftur í tímann, þá hafa vextir á verðtryggðum lánum verið lægri en af óverðtryggðum lánum, að teknu tilliti til verðbólgu. Þau bera lægri raunvexti, verðtryggðu lánin. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga,“ þetta segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir enga eina stærð af láni henta öllum.vísir/gva„Annað sem þarf að hafa í huga er að með verðtryggðu láni er eignarmyndunin mun hægari, af því að maður borgar minna af láninu. Yfirleitt þegar maður er að horfa á það verður maður líka að taka tillit til þess að laun í landinu hafa að meðaltali hækkað mun meira en verðbólga yfir langan tíma, meira að segja frá haustinu 2008 hafa laun hækkað að meðaltali meira heldur en verðbólga. Þó að lánin séu að hækka þá hefur fólk verið að borga lægra hlutfall af launum sínum í afborganir af lánum, að meðaltali.“ Breki segir ekki hægt að fullyrða um hversu hátt hlutfall af íbúðarkostnaði fólk ætti að fá að láni. „Það er ekki ein stærð sem hentar öllum. Það fer eftir aðstæðum hjá fólki og hvaða sýn það hefur á framtíðina og svo framvegis. En það má kannski benda á að það var gerð rannsókn í Bretlandi á fjárhag þúsunda breskra heimila þar sem kom í ljós að ef greiðslubyrði húsnæðislána fór yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum eftir skatt þá voru meiri en fimmtíu prósent líkur á að fólk lenti í greiðsluvanda. Það getur verið ágæt þumalputtaregla að miða að því að greiðslubyrðin fari því ekki yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum,“ segir Breki Karlsson. Það gæti borgað sig fyrir unga parið að vera í foreldrahúsum í smá tíma í viðbót. Ef þau myndu ná að safna tveimur milljónum í viðbót á mann og taka því tuttugu milljóna króna lán í stað tuttugu og fjögurra milljóna lán, myndi endurgreiðsla til Íbúðalánasjóðs til að mynda lækka um rúmlega tólf milljónir.Leiðrétting: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sem birtist í Fréttablaðinu í dag voru rangar upplýsingar um mánaðargreiðslur hjá Landsbankanum, þær hafa nú verið leiðréttar. Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Ungt par á þrítugsaldri hyggst kaupa sér íbúð sem kostar þrjátíu milljónir. Þau eiga þrjár milljónir á mann í útborgun og taka 24 milljón króna lán saman, eða sem nemur 80 prósentum af íbúðarkostnaði. Ef parið tekur lán hjá einhverjum af þremur stóru bönkunum hefur það val milli verðtryggðra, óverðtryggðra og blandaðra lána og getur að hluta til ákveðið vextina. Ef það tekur lán hjá Íbúðalánasjóði stendur því þó einungis til boða verðtryggt lán með 4,2 prósent föstum vöxtum. Á fjörutíu árum getur parið séð fram á að greiða í kringum sjötíu milljónir fyrir húsnæðislán. „Það sem fólk þarf að vita er að greiðslubyrði á verðtryggðum lánum er mun lægri en á óverðtryggðum lánum. En ef maður lítur aftur í tímann, þá hafa vextir á verðtryggðum lánum verið lægri en af óverðtryggðum lánum, að teknu tilliti til verðbólgu. Þau bera lægri raunvexti, verðtryggðu lánin. Þetta er eitt af því sem þarf að hafa í huga,“ þetta segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi.Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, segir enga eina stærð af láni henta öllum.vísir/gva„Annað sem þarf að hafa í huga er að með verðtryggðu láni er eignarmyndunin mun hægari, af því að maður borgar minna af láninu. Yfirleitt þegar maður er að horfa á það verður maður líka að taka tillit til þess að laun í landinu hafa að meðaltali hækkað mun meira en verðbólga yfir langan tíma, meira að segja frá haustinu 2008 hafa laun hækkað að meðaltali meira heldur en verðbólga. Þó að lánin séu að hækka þá hefur fólk verið að borga lægra hlutfall af launum sínum í afborganir af lánum, að meðaltali.“ Breki segir ekki hægt að fullyrða um hversu hátt hlutfall af íbúðarkostnaði fólk ætti að fá að láni. „Það er ekki ein stærð sem hentar öllum. Það fer eftir aðstæðum hjá fólki og hvaða sýn það hefur á framtíðina og svo framvegis. En það má kannski benda á að það var gerð rannsókn í Bretlandi á fjárhag þúsunda breskra heimila þar sem kom í ljós að ef greiðslubyrði húsnæðislána fór yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum eftir skatt þá voru meiri en fimmtíu prósent líkur á að fólk lenti í greiðsluvanda. Það getur verið ágæt þumalputtaregla að miða að því að greiðslubyrðin fari því ekki yfir tuttugu og fimm prósent af tekjum,“ segir Breki Karlsson. Það gæti borgað sig fyrir unga parið að vera í foreldrahúsum í smá tíma í viðbót. Ef þau myndu ná að safna tveimur milljónum í viðbót á mann og taka því tuttugu milljóna króna lán í stað tuttugu og fjögurra milljóna lán, myndi endurgreiðsla til Íbúðalánasjóðs til að mynda lækka um rúmlega tólf milljónir.Leiðrétting: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sem birtist í Fréttablaðinu í dag voru rangar upplýsingar um mánaðargreiðslur hjá Landsbankanum, þær hafa nú verið leiðréttar.
Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira