Hver vissi hvað? Ragnar Hall og Helgi Sigurðsson skrifar 31. október 2014 07:00 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur blaðagreinum fyrir skömmu rakið framgang lánveitingar Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur, um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréfum bankans í dönskum banka að sögn forstjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að ganga frá formlegum lánssamningi. Lánið var veitt í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trúlega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu fjármálamarkaði heimsins – annars hefði lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt. Upplýst hefur verið að bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um lánveitinguna að höfðu samráði við þáverandi forsætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu til landsmanna síðar sama dag bað guð að blessa Ísland. Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp til svokallaðra neyðarlaga tekið til meðferðar á Alþingi og samþykkt með hraði. Undirritaðir telja útilokað annað en að forsætisráðherrann hafi vitað um undirbúning þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt verður að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru bankainnstæður gerðar að forgangskröfum við skipti, en fram að þeim tíma voru þær almennar kröfur. Slík röskun á hagsmunum kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til gjaldfellingar lánasamninga erlendra lánastofnana, en ljóst var að enginn íslensku viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér. Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt 6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp þá um nóttina. Getur það verið að þeir menn sem tóku ákvörðun um lánveitinguna 6. október 2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi til neyðarlaganna? Getur verið að efni neyðarlaganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveitingarinnar og þeir vilja alls ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta upplýst ef menn ætla sér á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings hf., hefur í tveimur blaðagreinum fyrir skömmu rakið framgang lánveitingar Seðlabankans til Kaupþings 6. október 2008. Á þeim tíma lánaði Seðlabankinn Kaupþingi 500 milljón evrur, um það bil helming gjaldeyrisvarasjóðs Íslands, gegn vilyrði um veð í hlutabréfum bankans í dönskum banka að sögn forstjórans. Útborgun lánsins fór fram eftir hádegið þennan dag, en flýtirinn var svo mikill að ekki vannst tími til að ganga frá formlegum lánssamningi. Lánið var veitt í þeirri sælu trú að Kaupþing mundi trúlega lifa af þær hremmingar sem þá hrjáðu fjármálamarkaði heimsins – annars hefði lánið að sjálfsögðu ekki verið veitt. Upplýst hefur verið að bankastjórn Seðlabankans tók ákvörðun um lánveitinguna að höfðu samráði við þáverandi forsætisráðherra, sem í sjónvarpsútsendingu til landsmanna síðar sama dag bað guð að blessa Ísland. Að kvöldi þessa dags var svo frumvarp til svokallaðra neyðarlaga tekið til meðferðar á Alþingi og samþykkt með hraði. Undirritaðir telja útilokað annað en að forsætisráðherrann hafi vitað um undirbúning þeirrar lagasetningar þegar ákvörðun var tekin um lánveitinguna. Afar líklegt verður að telja að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi einnig vitað um þetta á þeim tíma. Með neyðarlögunum voru bankainnstæður gerðar að forgangskröfum við skipti, en fram að þeim tíma voru þær almennar kröfur. Slík röskun á hagsmunum kröfuhafa bankanna hlaut að leiða til gjaldfellingar lánasamninga erlendra lánastofnana, en ljóst var að enginn íslensku viðskiptabankanna gæti staðið slíkt af sér. Setning neyðarlaganna leiddi þess vegna til þess að lánið sem Kaupþingi var veitt 6. október 2008, helmingur gjaldeyrisvarasjóðs landsins, brann upp þá um nóttina. Getur það verið að þeir menn sem tóku ákvörðun um lánveitinguna 6. október 2008 hafi ekki áttað sig á þeirri verulegu fjártjónshættu sem lánveitingunni fylgdi í ljósi fyrirætlana sem fólust í frumvarpi til neyðarlaganna? Getur verið að efni neyðarlaganna hafi komið til tals í símtalinu fræga sem þessir menn áttu í aðdraganda lánveitingarinnar og þeir vilja alls ekki birta? Það er afar áríðandi að fá þetta upplýst ef menn ætla sér á annað borð að brjóta til mergjar öll stóru málin sem tengdust hruninu 2008.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar