Lesendur Vísis eiga enn kost á að segja sína skoðun á þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið til að taka við af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta í vor. Forsetinn gaf það út í Nýársávarpi sínu að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri og því eru allar líkur á því að nýr bóndi taki við búinu á Bessastöðum. Vísir tók því saman lista með nokkrum nöfnum einstaklinga sem oft hafa verið nefndir í því sambandi. Gríðarlega góð þáttaka hefur verið í könnuninni sem hófst í gær en henni lýkur klukkan tvö í dag. Takið þátt með því að smella hér.
