Hver ætlar að axla ábyrgð á spítala við Hringbraut? Sigurður Oddsson skrifar 16. október 2014 07:00 Fyrir fimm árum skrifaði ég í Mbl. að bygging háskólasjúkrahúss (HS) í Fossvogi væri langtum ódýrari, árlegur rekstrarkostnaður mikið lægri og aðkoma betri en við Hringbraut. Hringbrautar var talið til tekna, að þá væru háskóli og spítali á sömu torfunni. Tímamæling frá HÍ inn á bílastæði LSH við Hringbraut og LSH við Borgarspítalann sýnir innan við tveggja mínútna mun. Deildir HÍ stækka og nýjar bætast við. Það mun halda áfram og óhagræði aukast. Bygging HS í Fossvogi og flutningur læknadeildar HÍ í Landspítalann við Hringbraut er lausn til frambúðar. Í leiðinni sparast tugir milljarða í bygginga- og rekstrarkostnaði. Byggingunni við Hringbraut, sem nú er á teikniborðinu, má breyta í háskólabyggingu fyrir húmanísk fög. Raungreinar verða áfram á Melunum. Hér á eftir skal sýnt fram á að í Fossvogi er nóg pláss fyrir HS en mig skortir forsendur og tíma til að gera nákvæman samanburð á bygginga- og rekstrarkostnaði. Hugarreikningur sýnir langtum lægri kostnað í Fossvoginum.1) Nægilegt pláss? Borgarspítalinn er að mestu sjö hæðir en hæstur tólf hæðir. Hægt er að byggja tvær álmur með legudeildum upp á 10–16 hæðir og milli þeirra 20–26 hæða turn fyrir skurðstofur, gjörgæslu o.fl. Landi hallar þannig að hagstætt er að hafa bílastæði á tveimur til þremur hæðum og keyra beint inn á þær án sérstaks ramps. Á þennan hátt er miklu meira pláss í Fossvoginum, en við Hringbraut.2) Lægri byggingarkostnaður? Lóð í Fossvogi er margfalt ódýrari en lóðir við Hringbraut sbr. verðmat á Vatnsmýri. Í Fossvogi er grunnur að mestu mómold, sem hægt er að moka upp og lítið um sprengingar. Grunnur undir hátt hús er mikið ódýrari en grunnar undir mörg lægri hús. Sama gildir um þak, lagnir o.fl. Hægt er að byrja strax á að grafa út lóðina, sem skapar mikla vinnu fyrir jarðvinnuverktaka. Steypt mannvirki geta hafist í beinu framhaldi af jarðvinnu.3a) Lægri rekstrarkostnaður í Fossvogi? Munur á rekstrarkostnaði liggur fyrst og fremst í vinnuaðstöðu og launakostnaði. Vinnuaðstaða verður vart betri en með skurðstofur og það sem þeim tilheyrir í miðjuturni. Yfirferð starfsfólks verður minni og kostnaður við þrif lægri. Lyftur fyrir sjúklinga verða 100% aðskildar frá lyftum fyrir almenning. Ofan á miðjum turni er hægt að hafa þyrlupall með skýli fyrir þyrlu. Við Hringbraut verða áfram langir gangar fyrir flutning sjúklinga í og úr aðgerð eða rannsókn. Gangar, sem oft eru einnig notaðir af öðrum en sjúklingum og hjúkrunarfólki. Gangar sem óþægilegt er að láta ýta sér eftir og dýrt er að þrífa.3b) Lægri óbeinn rekstrarkostnaður? Fossvogur liggur betur við helstu umferðaræðum og styttra í vinnuna fyrir alla sem búa austan Háleitisbrautar, í Kópavogi og þar fyrir sunnan. Á hverjum degi allt árið styttist ferðatími og bensín sparast. Álag á Miklubraut snarminnkar, sem styttir líka keyrslu tíma þeirra, sem ekki vinna hjá HS. Árlegur sparnaður gæti þjóðhagslega skipt milljörðum.4) Betri nýting núverandi húsnæðis í Fossvogi og við Hringbraut? „Gamli“ Borgarspítalinn, sem er 30.000 m2 nýtist áfram 100%. Gamli Landspítalinn nýtist undir læknadeild Háskóla Íslands og ýmsa aðra starfsemi sem tengist háskólanum og er nú dreifð um bæinn. Meira rými skapast fyrir raungreinar á Melunum. Með tímanum myndast samfellt háskólaþorp.5) Bætt aðstaða sjúklinga og lækna. Í Fossvoginum er gott útsýni og lágmarks fjarlægð í og úr lyftu. Lyftur fyrir þá sem koma í heimsókn ná bara upp á hæðir með legudeildum. Mikið minni hávaðatruflun verður við lendingu þyrlu á turninn í Fossvogi. Í dag töpum við læknum úr landi. Læknar hafa komið heim og flutt út aftur. Lægri byggingakostnaði og árlegum rekstrarkostnaði væri vel varið til tækjakaupa, sem gæti snúið þessari þróun við. Er hægt að snúa við? Á fundi á Grand Hóteli fyrir fjórum árum sagði Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR, að of mörgum spurningum væri ósvarað til þess að skynsamlegt væri að halda áfram. Á sama fundi setti ég fram eitthvað af röksemdunum hér að ofan. Þá stóð upp embættismaður og sagði: „Það er búið að ákveða byggingu við Hringbraut og því verður ekki breytt!“ Þá ákvað ég að blanda mér ekki meir í þessa umræðu, sem var erfitt eftir að Björn Zoëga, forstjóri Landsspítala, kallaði eftir faglegri gagnrýni í Viðskiptablaðinu. Það sem hér fer á undan tel ég bæði málefnalegt og faglegt. Björn sagði 2–3 milljarða sparast við rekstur á einum stað. Í því sambandi er rétt að benda á að meira sparast við rekstur eins sjúkrahúss í Fossvogi en við Hringbraut. Þó svo búið sé að eyða miklu í undirbúning borgar sig að breyta um staðsetningu, þegar dæmið er reiknað til enda. Ég á ekki von á að þessi grein hafi einhver áhrif á staðsetningu HS. Sagt var að ákvörðun um Hringbraut hafi verið tekin og henni verði ekki breytt. Arkitektafélaginu og Verkfræðingafélagi Íslands er til ævarandi skammar að láta þetta norska mix við Hringbrautina ganga yfir án þess að kryfja til mergjar á faglegan hátt samanburð við Fossvog. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fyrir fimm árum skrifaði ég í Mbl. að bygging háskólasjúkrahúss (HS) í Fossvogi væri langtum ódýrari, árlegur rekstrarkostnaður mikið lægri og aðkoma betri en við Hringbraut. Hringbrautar var talið til tekna, að þá væru háskóli og spítali á sömu torfunni. Tímamæling frá HÍ inn á bílastæði LSH við Hringbraut og LSH við Borgarspítalann sýnir innan við tveggja mínútna mun. Deildir HÍ stækka og nýjar bætast við. Það mun halda áfram og óhagræði aukast. Bygging HS í Fossvogi og flutningur læknadeildar HÍ í Landspítalann við Hringbraut er lausn til frambúðar. Í leiðinni sparast tugir milljarða í bygginga- og rekstrarkostnaði. Byggingunni við Hringbraut, sem nú er á teikniborðinu, má breyta í háskólabyggingu fyrir húmanísk fög. Raungreinar verða áfram á Melunum. Hér á eftir skal sýnt fram á að í Fossvogi er nóg pláss fyrir HS en mig skortir forsendur og tíma til að gera nákvæman samanburð á bygginga- og rekstrarkostnaði. Hugarreikningur sýnir langtum lægri kostnað í Fossvoginum.1) Nægilegt pláss? Borgarspítalinn er að mestu sjö hæðir en hæstur tólf hæðir. Hægt er að byggja tvær álmur með legudeildum upp á 10–16 hæðir og milli þeirra 20–26 hæða turn fyrir skurðstofur, gjörgæslu o.fl. Landi hallar þannig að hagstætt er að hafa bílastæði á tveimur til þremur hæðum og keyra beint inn á þær án sérstaks ramps. Á þennan hátt er miklu meira pláss í Fossvoginum, en við Hringbraut.2) Lægri byggingarkostnaður? Lóð í Fossvogi er margfalt ódýrari en lóðir við Hringbraut sbr. verðmat á Vatnsmýri. Í Fossvogi er grunnur að mestu mómold, sem hægt er að moka upp og lítið um sprengingar. Grunnur undir hátt hús er mikið ódýrari en grunnar undir mörg lægri hús. Sama gildir um þak, lagnir o.fl. Hægt er að byrja strax á að grafa út lóðina, sem skapar mikla vinnu fyrir jarðvinnuverktaka. Steypt mannvirki geta hafist í beinu framhaldi af jarðvinnu.3a) Lægri rekstrarkostnaður í Fossvogi? Munur á rekstrarkostnaði liggur fyrst og fremst í vinnuaðstöðu og launakostnaði. Vinnuaðstaða verður vart betri en með skurðstofur og það sem þeim tilheyrir í miðjuturni. Yfirferð starfsfólks verður minni og kostnaður við þrif lægri. Lyftur fyrir sjúklinga verða 100% aðskildar frá lyftum fyrir almenning. Ofan á miðjum turni er hægt að hafa þyrlupall með skýli fyrir þyrlu. Við Hringbraut verða áfram langir gangar fyrir flutning sjúklinga í og úr aðgerð eða rannsókn. Gangar, sem oft eru einnig notaðir af öðrum en sjúklingum og hjúkrunarfólki. Gangar sem óþægilegt er að láta ýta sér eftir og dýrt er að þrífa.3b) Lægri óbeinn rekstrarkostnaður? Fossvogur liggur betur við helstu umferðaræðum og styttra í vinnuna fyrir alla sem búa austan Háleitisbrautar, í Kópavogi og þar fyrir sunnan. Á hverjum degi allt árið styttist ferðatími og bensín sparast. Álag á Miklubraut snarminnkar, sem styttir líka keyrslu tíma þeirra, sem ekki vinna hjá HS. Árlegur sparnaður gæti þjóðhagslega skipt milljörðum.4) Betri nýting núverandi húsnæðis í Fossvogi og við Hringbraut? „Gamli“ Borgarspítalinn, sem er 30.000 m2 nýtist áfram 100%. Gamli Landspítalinn nýtist undir læknadeild Háskóla Íslands og ýmsa aðra starfsemi sem tengist háskólanum og er nú dreifð um bæinn. Meira rými skapast fyrir raungreinar á Melunum. Með tímanum myndast samfellt háskólaþorp.5) Bætt aðstaða sjúklinga og lækna. Í Fossvoginum er gott útsýni og lágmarks fjarlægð í og úr lyftu. Lyftur fyrir þá sem koma í heimsókn ná bara upp á hæðir með legudeildum. Mikið minni hávaðatruflun verður við lendingu þyrlu á turninn í Fossvogi. Í dag töpum við læknum úr landi. Læknar hafa komið heim og flutt út aftur. Lægri byggingakostnaði og árlegum rekstrarkostnaði væri vel varið til tækjakaupa, sem gæti snúið þessari þróun við. Er hægt að snúa við? Á fundi á Grand Hóteli fyrir fjórum árum sagði Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR, að of mörgum spurningum væri ósvarað til þess að skynsamlegt væri að halda áfram. Á sama fundi setti ég fram eitthvað af röksemdunum hér að ofan. Þá stóð upp embættismaður og sagði: „Það er búið að ákveða byggingu við Hringbraut og því verður ekki breytt!“ Þá ákvað ég að blanda mér ekki meir í þessa umræðu, sem var erfitt eftir að Björn Zoëga, forstjóri Landsspítala, kallaði eftir faglegri gagnrýni í Viðskiptablaðinu. Það sem hér fer á undan tel ég bæði málefnalegt og faglegt. Björn sagði 2–3 milljarða sparast við rekstur á einum stað. Í því sambandi er rétt að benda á að meira sparast við rekstur eins sjúkrahúss í Fossvogi en við Hringbraut. Þó svo búið sé að eyða miklu í undirbúning borgar sig að breyta um staðsetningu, þegar dæmið er reiknað til enda. Ég á ekki von á að þessi grein hafi einhver áhrif á staðsetningu HS. Sagt var að ákvörðun um Hringbraut hafi verið tekin og henni verði ekki breytt. Arkitektafélaginu og Verkfræðingafélagi Íslands er til ævarandi skammar að láta þetta norska mix við Hringbrautina ganga yfir án þess að kryfja til mergjar á faglegan hátt samanburð við Fossvog.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun