Hvatningarganga Samtaka um endómetríósu Silja Ástþórsdóttir skrifar 7. mars 2014 07:00 Neðangreindar tilvitnanir eru raddir kvenna í Samtökum um endómetríósu, frá árinu 2012. „Það er með ólíkindum að fara alltaf á bráðamóttöku á mánaðarfresti, alltaf í byrjun tíða, með kviðverki og læknar setja ekki saman einn plús einn. Ekki hef ég verið fyrsta konan sem hefur komið þarna með svo mikla verki að hvorki er hægt að standa né sitja.“ „Það er ótrúlegt að líta til baka og rifja upp hvernig undanfarin ár hafa verið. Alltaf að fara í búð tímanlega. Koma sér fyrir í sófanum með mat, fötu, tölvu, bækur, lyf, nammi, you name it, láta einhvern vita af fyrirhuguðu ástandi, ekki læsa útihurðinni og búa nemendur undir frí (án þess að þeir viti) og svo tilkynna veikindi. Stundum þurfti ég að fá einhverja vinkonu til að kíkja til mín og færa mér gubbufötu, hrökkbrauð eða þurr föt. En þær sem hafa komið að manni í þessu ástandi, að vera ósjálfbjarga, þeim verður alveg hroðalega bilt við.“ „Í raun má segja að þetta hafi tekið 30 ár í mínu tilfelli, það var ekki fyrr en ég hafði verið skorin upp, vegna legnáms að sjúkdómurinn uppgötvaðist. Skurðlæknirinn (ekki kvensjúkdómalæknir) treysti sér ekki í að ljúka verkinu, „lokaði mér aftur“, hafði „aldrei séð aðra eins samgróninga“ og tilkynnti mér nývaknaðri og vankaðri að ég væri með legslímuflakk! Ég hafði aldrei heyrt um það, hvað þá endómetríósu!“Margar birtingarmyndir Endómetríósa á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Með réttri meðhöndlun er yfirleitt hægt að auka lífsgæði kvenna með endómetríósu verulega og fyrirbyggja frekari framvindu sjúkdómsins. Samtök um endómetríósu hafa bent á hversu stórt skref það væri til bættrar meðhöndlunar, að stofnuð væri göngudeild fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki.Of langur greiningartími Á Íslandi er meðalgreiningartími endómetríósu talinn vera 6-10 ár. Langur greiningartími getur haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa, enda er aukin fræðsla og styttri greiningartími eitt helsta baráttumál samtaka um endómetríósu víða um heim.Hvatningarganga Fimmtudaginn 13. mars munu konur með endómetríósu ásamt fjölskyldu og vinum, streyma út á götur í yfir fjörutíu löndum. Talið er að um 176 milljónir kvenna hafi endómetríósu og er tilgangur Million Women March for Endometriosis að vekja athygli á málefnum þeirra. Í Reykjavík hefst gangan kl. 17.00 við Hallgrímskirkju og lýkur með stuttri athöfn við Kvennadeild Landspítalans. Samtök um endómetríósuwww.endo.isendo@endo.is facebook.com/endometriosa twitter.com/EndoIceland pinterest.com/endoiceland Aðalfundur Samtaka um endómetríósu facebook.com/events/360523510753528/ Million Women Marchhttps://www.youtube.com/watch?v=IrJI_hSkYZwhttps://www.millionwomenmarch2014.org Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Neðangreindar tilvitnanir eru raddir kvenna í Samtökum um endómetríósu, frá árinu 2012. „Það er með ólíkindum að fara alltaf á bráðamóttöku á mánaðarfresti, alltaf í byrjun tíða, með kviðverki og læknar setja ekki saman einn plús einn. Ekki hef ég verið fyrsta konan sem hefur komið þarna með svo mikla verki að hvorki er hægt að standa né sitja.“ „Það er ótrúlegt að líta til baka og rifja upp hvernig undanfarin ár hafa verið. Alltaf að fara í búð tímanlega. Koma sér fyrir í sófanum með mat, fötu, tölvu, bækur, lyf, nammi, you name it, láta einhvern vita af fyrirhuguðu ástandi, ekki læsa útihurðinni og búa nemendur undir frí (án þess að þeir viti) og svo tilkynna veikindi. Stundum þurfti ég að fá einhverja vinkonu til að kíkja til mín og færa mér gubbufötu, hrökkbrauð eða þurr föt. En þær sem hafa komið að manni í þessu ástandi, að vera ósjálfbjarga, þeim verður alveg hroðalega bilt við.“ „Í raun má segja að þetta hafi tekið 30 ár í mínu tilfelli, það var ekki fyrr en ég hafði verið skorin upp, vegna legnáms að sjúkdómurinn uppgötvaðist. Skurðlæknirinn (ekki kvensjúkdómalæknir) treysti sér ekki í að ljúka verkinu, „lokaði mér aftur“, hafði „aldrei séð aðra eins samgróninga“ og tilkynnti mér nývaknaðri og vankaðri að ég væri með legslímuflakk! Ég hafði aldrei heyrt um það, hvað þá endómetríósu!“Margar birtingarmyndir Endómetríósa á sér margar birtingarmyndir. Í vægum tilfellum finna konur engin einkenni sjúkdómsins meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mikilli skerðingu lífsgæða. Með réttri meðhöndlun er yfirleitt hægt að auka lífsgæði kvenna með endómetríósu verulega og fyrirbyggja frekari framvindu sjúkdómsins. Samtök um endómetríósu hafa bent á hversu stórt skref það væri til bættrar meðhöndlunar, að stofnuð væri göngudeild fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki.Of langur greiningartími Á Íslandi er meðalgreiningartími endómetríósu talinn vera 6-10 ár. Langur greiningartími getur haft margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa, enda er aukin fræðsla og styttri greiningartími eitt helsta baráttumál samtaka um endómetríósu víða um heim.Hvatningarganga Fimmtudaginn 13. mars munu konur með endómetríósu ásamt fjölskyldu og vinum, streyma út á götur í yfir fjörutíu löndum. Talið er að um 176 milljónir kvenna hafi endómetríósu og er tilgangur Million Women March for Endometriosis að vekja athygli á málefnum þeirra. Í Reykjavík hefst gangan kl. 17.00 við Hallgrímskirkju og lýkur með stuttri athöfn við Kvennadeild Landspítalans. Samtök um endómetríósuwww.endo.isendo@endo.is facebook.com/endometriosa twitter.com/EndoIceland pinterest.com/endoiceland Aðalfundur Samtaka um endómetríósu facebook.com/events/360523510753528/ Million Women Marchhttps://www.youtube.com/watch?v=IrJI_hSkYZwhttps://www.millionwomenmarch2014.org
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar