Hvassahraun afleitt flugvallarstæði Linda Blöndal skrifar 12. apríl 2015 19:30 Ómar segir fullreynt með hugmynd um flugvöll í Hvassahrauni Flugvöllur í Hvassahrauni er áratuga gömul hugmynd og hefur verið sannreynt að hún er ómöguleg, segir Ómar Ragnarsson en bygging nýs flugvarllar þar er nú til ítarlegrar skoðunar. Ómar Ragnarsson sagði í fréttum Stöðvar tvö í kvöld að að fyrir fimmtíu árum hafi verið rætt um flugvöll í hrauninu en hugmyndin verið felld. Fjallgarður veldur ómögulegu veðurskilyrðumStöðvar tvö sagði frá því í gær að tillögur um nýjan flugvöll væru nú til ítarlegrar skoðunar hjá sáttanefnd flugvallarmálsins, eða Rögnunefndinni sem gæti nýst bæði innanlandsflugi og sem millilandaflugvöllur. Völlurinn yrði sex til átta kílómetrar frá útjaðri Hafnarfjarðar. Ómar sem er yfirlýstur stuðningsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri segir að tvennt aðallega gera flugvöll ómögulegan í hrauninu. „Annars vegar er það ókyrrðin. Menn hafa prófað að fljúga þarna yfir en urðu bara veikir og fundu að þeir gátu ekki flogið þarna", sagði Ómar. „Það er ókyrrasta vindáttin hér, austanáttin og algengasta stormvindáttin yfirleitt. Það er fjallgarður suðaustur af hrauninu sem er 30 kílómetra langur og er eins og veggur og nær í sex til sjö hundruð metra hæð, þótt fólk taki ekki eftir því. Þessi fjallgarður gerir svo mikla ókyrrð að þetta er alveg afleitt flugvallarstæði. Það var verið að reyna að vekja upp þ ennan draug fyrir fimmtíu árum og hann drapst og nú á að reyna að vekja hann upp aftur og láta hann drepast aftur", segir Ómar. Fjallgarðinn segir Ómar mynda hina miklu veðurfarslegu hindrun fyrir flug þarna um. „Ég er búinn að upplifa það svo oft í fluginu að vindurinn stígur upp af fjalggarðinum, fer svo fram af brúninni og skellur þá niður eins og foss. Vilja menn áfram ófremdarástand?Rögnunefndin lætur nú meta veðurfarslega og jarðfræðilega núna fyrir þessa staðsetningu. Ómar segir slíkt taka langan tíma. „Þá tekur það einhver ár. Venjulega gera menn ekki veðurfarsathuganir nema það taki nokkur ár. Og ætla menn ekki að leysa þetta núna? Vilja menn ennþá hafa þetta ófremdarástand sem er", spyr Ómar. Ómar fullyrðir að flugleiðir innanlands myndu lengjast og bendir einnig á að miðja höfuðborgarinnar sé í dag í Fossvoginum. Lengdin til flugvallar í hrauninu yrði því mun lengri frá miðpunkti borgarinnar en er nú til flugvallarins í Vatnsmýri. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Flugvöllur í Hvassahrauni er áratuga gömul hugmynd og hefur verið sannreynt að hún er ómöguleg, segir Ómar Ragnarsson en bygging nýs flugvarllar þar er nú til ítarlegrar skoðunar. Ómar Ragnarsson sagði í fréttum Stöðvar tvö í kvöld að að fyrir fimmtíu árum hafi verið rætt um flugvöll í hrauninu en hugmyndin verið felld. Fjallgarður veldur ómögulegu veðurskilyrðumStöðvar tvö sagði frá því í gær að tillögur um nýjan flugvöll væru nú til ítarlegrar skoðunar hjá sáttanefnd flugvallarmálsins, eða Rögnunefndinni sem gæti nýst bæði innanlandsflugi og sem millilandaflugvöllur. Völlurinn yrði sex til átta kílómetrar frá útjaðri Hafnarfjarðar. Ómar sem er yfirlýstur stuðningsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri segir að tvennt aðallega gera flugvöll ómögulegan í hrauninu. „Annars vegar er það ókyrrðin. Menn hafa prófað að fljúga þarna yfir en urðu bara veikir og fundu að þeir gátu ekki flogið þarna", sagði Ómar. „Það er ókyrrasta vindáttin hér, austanáttin og algengasta stormvindáttin yfirleitt. Það er fjallgarður suðaustur af hrauninu sem er 30 kílómetra langur og er eins og veggur og nær í sex til sjö hundruð metra hæð, þótt fólk taki ekki eftir því. Þessi fjallgarður gerir svo mikla ókyrrð að þetta er alveg afleitt flugvallarstæði. Það var verið að reyna að vekja upp þ ennan draug fyrir fimmtíu árum og hann drapst og nú á að reyna að vekja hann upp aftur og láta hann drepast aftur", segir Ómar. Fjallgarðinn segir Ómar mynda hina miklu veðurfarslegu hindrun fyrir flug þarna um. „Ég er búinn að upplifa það svo oft í fluginu að vindurinn stígur upp af fjalggarðinum, fer svo fram af brúninni og skellur þá niður eins og foss. Vilja menn áfram ófremdarástand?Rögnunefndin lætur nú meta veðurfarslega og jarðfræðilega núna fyrir þessa staðsetningu. Ómar segir slíkt taka langan tíma. „Þá tekur það einhver ár. Venjulega gera menn ekki veðurfarsathuganir nema það taki nokkur ár. Og ætla menn ekki að leysa þetta núna? Vilja menn ennþá hafa þetta ófremdarástand sem er", spyr Ómar. Ómar fullyrðir að flugleiðir innanlands myndu lengjast og bendir einnig á að miðja höfuðborgarinnar sé í dag í Fossvoginum. Lengdin til flugvallar í hrauninu yrði því mun lengri frá miðpunkti borgarinnar en er nú til flugvallarins í Vatnsmýri.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira