Innlent

Hvalreki á Þórshöfn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hvalreki varð á Þórshöfn á Langanesi í dag þegar hrefnu rak þar að landi við smábátahöfnina í bænum.

Jóhann Hjálmarsson, flutningabílstjóri sem átti leið um svæðið, tók meðfylgjandi myndband af hrefnunni en hann segir greinilegt að hún hafi verið særð.

 

Ekki hefur náðst í lögregluna á Þórshöfn vegna málsins og gátu hvorki lögreglan á Akureyri né Húsavík veitt upplýsingar þegar eftir því var leitað. Þó hafði lögreglan á Akureyri heyrt af því að hrefnan hafi verið með lífsmarki þegar hana rak á land.

Afar skýrar reglur gilda um það hvað skal gera þegar hval rekur á land og koma ýmsar stofnanir að slíkum málum, þar á meðal Hafrannsóknarstofnun og Náttúrufræðistofnun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×