Hvaða þýðingu hefur sjálfstætt Skotland fyrir Ísland? Alyson J.K. Bailes og Baldur Þórhallsson skrifar 12. september 2014 07:00 Pólitískt landslag umhverfis Ísland gæti tekið veigamiklum breytingum á komandi árum. Margir Grænlendingar og Færeyingar íhuga sjálfstæði frá Danmörku og Skotar kjósa um það hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði 18. september næstkomandi. Hver niðurstaðan verður í Skotlandi skiptir miklu máli fyrir Ísland. Það eru sterk söguleg tengsl milli landanna sem ná aftur til landnámsáranna. Menningartengsl hafa ávallt verið mikil og það er engin tilviljun að fjölmargir Íslendingar kjósa að sækja sér menntun í Skotlandi. Sjálfstætt Skotland myndi verða eitt af smáríkjum Evrópu með rúmlega fimm milljónir íbúa. Á ýmsan hátt myndi Skotland passa vel inn í hóp smárra, friðsamra, umhverfissinnaðra og félagslega framsækinna Norðurlanda. En hver yrði staða þessa nýja smáríkis í Norðvestur-Evrópu? Myndi sjálfstætt Skotland sækja um aðild að Norðurlandaráði? Og/eða myndi Skotland sækja um aðild að Vestnorræna ráðinu, þar sem Ísland starfar ásamt Grænlandi, Færeyjum og strandhéruðum Noregs? Hvað með norðurslóðir? Hver væri staða og hlutverk Skotlands þar?Mikilvægur hlekkur Núverandi ríkisstjórn Skotlands, sem leidd er af Skoska þjóðarflokknum, hefur sagt opinberlega að hún vilji læra af og vinna með Norðurlöndunum að ýmsum málum. Skoski þjóðarflokkurinn talar einnig fyrir áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu og NATO. Aðild að ESB hefur verið ábatasöm fyrir Skotland, frá efnahagslegu sjónarmiði, og er álitin vera mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi hins nýja smáríkis, þar með talið möguleikum til fjárfestinga. Það er hins vegar ekki vilji til þess að sækja um aðild að Schengen né er vilji til að vera hluti af myntsamstarfi Evrópu. Skotar sjá fyrir sér að halda breska pundinu og þar af leiðandi láta peningastefnu sína verða ákvarðaða og stýrt frá London. Skotland er tengt Englandi sterkum böndum og verður það áfram, annað myndi stefna grundvallarhagsmunum landsins í hættu. Drottningin mun til að mynda áfram vera þjóðhöfðingi landsins. Skoski þjóðarflokkurinn vill að þátttaka Skota í aðgerðum NATO einskorðist við friðargæslu og mannúðarverkefni, en verði ekki hernaðarlegs eðlis. Lýsa á yfir kjarnorkulausu ríki, sem þýðir að bresku flotastöðinni í Faslane verður lokað, fyrr en síðar. Flokkurinn telur að hægt væri að minnka útgjöld til hermála mikið frá því sem nú er innan breska ríkisins. Aðild að NATO tryggir aðstoð á neyðartímum og gerir það að verkum að smáríki þurfa ekki að koma sér upp umfangsmiklum herafla. Hafa ber í huga að aðild að NATO er sú leið sem flest öll smáríki Evrópu hafa kosið til að tryggja öryggi sitt. Skotland ætlar einnig að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna í öryggismálum, eins og önnur smáríki Evrópu. Skotar vita að samstarf við Norðurlöndin nægir ekki til að tryggja efnahagslega afkomu eða hervernd. Þeir sjá aftur á móti ýmsan ávinning af samstarfi við Norðurlöndin. Skotland getur nýtt sér þekkingu þeirra og reynslu til að fylgja í kjölfar þeirra. Þetta á til dæmis við um stefnu þeirra í kjarnorkumálum, uppbyggingu velferðarkerfis og framsækinnar stefnu í mannúðarmálum á erlendri grund. Einnig vilja Skotar vera hluti af verkefnum sem snúa að öryggi og mengunarvörnum í Norður-Atlantshafi. Skotar myndu einnig að öllum líkindum styðja stefnu Norðurlandanna í málefnum norðurslóða.Norðurlöndin leiðarljós Sé litið til beinna pólitískra þátta þá geta Norðurlöndin verið leiðarljós Skotlands í tilraun þess til þess að skapa sér sína eigin sjálfsmynd sem væri frábrugðin þeirri bresku. Það hjálpar litlu ríki með háleit markmið að hafa Norðurlöndin sem fyrirmyndir þar sem þau eru virt og virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. En hvert er hlutverk Íslands í þessari atburðarás? Ríkisstjórn Davids Cameron vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Skota um að yfirgefa ekki Bretland. Í því ljósi getur opinber stuðningur Íslands við sjálfstæði Skotlands verið varhugaverður vegna samskipta landsins við Bretland. Ísland getur hins vegar hjálpað Skotum, með því að miðla reynslu sinni, góðri og slæmri, og stuðlað að því að ákvörðun Skota sé tekin á upplýstan hátt. Íslenskir fræðimenn, sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á smáríkjum og stöðu þeirra í samfélagi þjóðanna, geta bent Skotum á áskoranir og tækifæri sem smáríki standa frammi fyrir. Þetta hefur til að mynda verið gert í grein sem birtist í fræðitímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla og nálgast má á netinu og fyrirlestrahaldi í Skotlandi. Hvað gerist ef svar Skota við sjálfstæði verður „Nei“ – eins og skoðanakannanir gefa til kynna? Það er ólíklegt að fylgjendur sjálfstæðis muni einfaldlega gefast upp. Það er sennilegra að þeir muni reyna að auka sjálfstjórn Skotlands og horfa þá helst til utanríkismála. Ef Skotar hafa náð að mynda vináttutengsl og fengið hugmyndir frá öðrum löndum í þeirri baráttu sem nú stendur yfir má gera ráð fyrir að þeir vilji rækta þessi tengsl í framtíðinni. Sama hvernig fer þá er niðurstaðan jákvæð fyrir Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Pólitískt landslag umhverfis Ísland gæti tekið veigamiklum breytingum á komandi árum. Margir Grænlendingar og Færeyingar íhuga sjálfstæði frá Danmörku og Skotar kjósa um það hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði 18. september næstkomandi. Hver niðurstaðan verður í Skotlandi skiptir miklu máli fyrir Ísland. Það eru sterk söguleg tengsl milli landanna sem ná aftur til landnámsáranna. Menningartengsl hafa ávallt verið mikil og það er engin tilviljun að fjölmargir Íslendingar kjósa að sækja sér menntun í Skotlandi. Sjálfstætt Skotland myndi verða eitt af smáríkjum Evrópu með rúmlega fimm milljónir íbúa. Á ýmsan hátt myndi Skotland passa vel inn í hóp smárra, friðsamra, umhverfissinnaðra og félagslega framsækinna Norðurlanda. En hver yrði staða þessa nýja smáríkis í Norðvestur-Evrópu? Myndi sjálfstætt Skotland sækja um aðild að Norðurlandaráði? Og/eða myndi Skotland sækja um aðild að Vestnorræna ráðinu, þar sem Ísland starfar ásamt Grænlandi, Færeyjum og strandhéruðum Noregs? Hvað með norðurslóðir? Hver væri staða og hlutverk Skotlands þar?Mikilvægur hlekkur Núverandi ríkisstjórn Skotlands, sem leidd er af Skoska þjóðarflokknum, hefur sagt opinberlega að hún vilji læra af og vinna með Norðurlöndunum að ýmsum málum. Skoski þjóðarflokkurinn talar einnig fyrir áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu og NATO. Aðild að ESB hefur verið ábatasöm fyrir Skotland, frá efnahagslegu sjónarmiði, og er álitin vera mikilvægur hlekkur í efnahagskerfi hins nýja smáríkis, þar með talið möguleikum til fjárfestinga. Það er hins vegar ekki vilji til þess að sækja um aðild að Schengen né er vilji til að vera hluti af myntsamstarfi Evrópu. Skotar sjá fyrir sér að halda breska pundinu og þar af leiðandi láta peningastefnu sína verða ákvarðaða og stýrt frá London. Skotland er tengt Englandi sterkum böndum og verður það áfram, annað myndi stefna grundvallarhagsmunum landsins í hættu. Drottningin mun til að mynda áfram vera þjóðhöfðingi landsins. Skoski þjóðarflokkurinn vill að þátttaka Skota í aðgerðum NATO einskorðist við friðargæslu og mannúðarverkefni, en verði ekki hernaðarlegs eðlis. Lýsa á yfir kjarnorkulausu ríki, sem þýðir að bresku flotastöðinni í Faslane verður lokað, fyrr en síðar. Flokkurinn telur að hægt væri að minnka útgjöld til hermála mikið frá því sem nú er innan breska ríkisins. Aðild að NATO tryggir aðstoð á neyðartímum og gerir það að verkum að smáríki þurfa ekki að koma sér upp umfangsmiklum herafla. Hafa ber í huga að aðild að NATO er sú leið sem flest öll smáríki Evrópu hafa kosið til að tryggja öryggi sitt. Skotland ætlar einnig að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna í öryggismálum, eins og önnur smáríki Evrópu. Skotar vita að samstarf við Norðurlöndin nægir ekki til að tryggja efnahagslega afkomu eða hervernd. Þeir sjá aftur á móti ýmsan ávinning af samstarfi við Norðurlöndin. Skotland getur nýtt sér þekkingu þeirra og reynslu til að fylgja í kjölfar þeirra. Þetta á til dæmis við um stefnu þeirra í kjarnorkumálum, uppbyggingu velferðarkerfis og framsækinnar stefnu í mannúðarmálum á erlendri grund. Einnig vilja Skotar vera hluti af verkefnum sem snúa að öryggi og mengunarvörnum í Norður-Atlantshafi. Skotar myndu einnig að öllum líkindum styðja stefnu Norðurlandanna í málefnum norðurslóða.Norðurlöndin leiðarljós Sé litið til beinna pólitískra þátta þá geta Norðurlöndin verið leiðarljós Skotlands í tilraun þess til þess að skapa sér sína eigin sjálfsmynd sem væri frábrugðin þeirri bresku. Það hjálpar litlu ríki með háleit markmið að hafa Norðurlöndin sem fyrirmyndir þar sem þau eru virt og virkir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. En hvert er hlutverk Íslands í þessari atburðarás? Ríkisstjórn Davids Cameron vinnur hörðum höndum að því að sannfæra Skota um að yfirgefa ekki Bretland. Í því ljósi getur opinber stuðningur Íslands við sjálfstæði Skotlands verið varhugaverður vegna samskipta landsins við Bretland. Ísland getur hins vegar hjálpað Skotum, með því að miðla reynslu sinni, góðri og slæmri, og stuðlað að því að ákvörðun Skota sé tekin á upplýstan hátt. Íslenskir fræðimenn, sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á smáríkjum og stöðu þeirra í samfélagi þjóðanna, geta bent Skotum á áskoranir og tækifæri sem smáríki standa frammi fyrir. Þetta hefur til að mynda verið gert í grein sem birtist í fræðitímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla og nálgast má á netinu og fyrirlestrahaldi í Skotlandi. Hvað gerist ef svar Skota við sjálfstæði verður „Nei“ – eins og skoðanakannanir gefa til kynna? Það er ólíklegt að fylgjendur sjálfstæðis muni einfaldlega gefast upp. Það er sennilegra að þeir muni reyna að auka sjálfstjórn Skotlands og horfa þá helst til utanríkismála. Ef Skotar hafa náð að mynda vináttutengsl og fengið hugmyndir frá öðrum löndum í þeirri baráttu sem nú stendur yfir má gera ráð fyrir að þeir vilji rækta þessi tengsl í framtíðinni. Sama hvernig fer þá er niðurstaðan jákvæð fyrir Ísland.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun