Enski boltinn

Hvaða lið fellur með QPR og Burnley?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Annað hvort Newcastle eða Hull eru á leiðinni niður.
Annað hvort Newcastle eða Hull eru á leiðinni niður. vísir/getty
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í dag. Ljóst er hverjir verða meistarar, hvaða lið fara í Meistaradeildina, en enn er óvíst hvaða lið fellur með QPR og Burnley og hvaða lið fara í Evrópudeildina.

Athyglisverðasta baráttan í dag verður að öllum líkindum á botni deildarinnar. QPR og Burnley eru nú þegar fallin niður um deild, en Hull og Newcastle berjast við að falla ekki.

Hull métier Manchester United og þarf sigur. Steve Bruce, stjóri Manchester United, er fyrrum fyrirliði Manchester United, en Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur sagt í fjölmiðlum að hann muni stilla upp eins góðu liði og best verður á kosið. Hull þarf sigur til að halda sér uppi því liðið er tveimur stigum á eftir Newcastle.

Newcastle hefur verið í frjálsu falli. Liðið hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu níu deildarleikjum og tapaði í síðasta deildarleik fyrir QPR. Newcastle fær stóra Sam og lærisveina í West Ham í heimsókn. Newcastle er með 36 stig, en Hull 34.

Það verður einnig barátta um hvaða lið fara í Evrópudeildina. Fimmta sætið fær beinan þáttökurétt í Evrópudeildina, en sjötta sætið fer í umspil. Liverpool er í fimmta sæti með 62 stig (mæta Stoke á útivelli), Tottenham í sjötta með 61 (mæta Everton á útivelli) og Southampton er í sjöunda með 60 stig (mæta Crystal Palace á útivelli).

Allir leikir dagsins:

14.00 Arsenal - WBA (Bravó)

14.00 Aston Villa - Burnley (Vísi)

14.00 Chelsea - Sunderland (Í beinni á Stöð 2 Sport 2/HD)

14.00 Crystal Palace - Swansea (Í beinni á Stöð 2 Sport 5)

14.00 Everton - Tottenham (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)

14.00 Hull - Manchester United (Stöð 3)

14.00 Leicester - QPR (Vísi)

14.00 Manchester City - Southampton (Stöð 2 Sport 3)

14.00 Newcastle - West Ham (Í beinni á Stöð 2 Sport 6)

14.00 Stoke - Liverpool (Stöð 2 Gull)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×