Hvað er grænna en íslenskur torfbær spyr forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2014 19:04 Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira