Hvað er grænna en íslenskur torfbær spyr forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2014 19:04 Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir úthlutun sína á styrkjum til menningarverkefna af ónýttum fjárlagaliðum sem m.a. voru ætlaðir græna hagkerfinu. Forsætisráðherra spurði þingheim á móti hvað væri grænna en íslenskur torfbær.Brynhildur Pétursdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar hóf umræður á Alþingi í dag um úthlutun forsætisráðherra til ýmissa verkefna í minjavernd á síðasta ári en styrkirnir urðu nokkuð umtalaðir og jafnvel fullyrt að sumir hefðu ekki óskað eftir þeim og jafnvel fengið styrki staðfesta með smáskilaboðum. Brynhildur óskaði fyrst eftir þessari umræðu með forsætisráðherra í febrúar og minnti á að Ríkisendurskoðun hefði gert ýmsar athugasemdir við framkvæmd styrkveitinganna í skýrslu í sumar. Sagði hún forsætisráðherra hafa sýnt af sér vonda stjórnsýslu. Virðulegur forseti, stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni. Fyrst kemur háttvirtur þingmaður Össur Skarphéðinsson og spyr út í 16 mánaða gömul ummæli í útvarpsviðtali og svo er hér efnt til sérstakrar umræðu um lið á fjárlögum sem samþykktur var árið 2012,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við upphaf umræðunnar. Forsætisráðherra sagði styrkina hafa verið veitta til ýmissa verkefna sem tengdust menningararfinum sem flutt hafi verið til forsætisráðuneytisins með nýrri ríkisstjórn. Styrkirnir hefðu byggt á umsóknum sem lágu fyrir á ýmsum stöðum og nýttir hefðu verið fjárlagaliðir sem stóðu eftir ónotaðir frá fyrri ríkisstjórn og ætlaðir voru átaksverkefnum í atvinnumálum og græna hagkerfinu. „Og halda því fram að þetta verði aldrei gert aftur, að nota það sem rök, mér finnst það bara ekki boðlegt. Það er mikið og eiginlega svolítið furðulegt hringl í gangi með fjárlagaliði þegar maður skoðar þetta mál og það er svolítið flókið. Þá alveg sérstaklega sem snýr að græna hagkerfinu,“ sagði Brynhildur. Hún taldi óljóst hvernig fjármunum var varið í þessum efnum og hvort yfirleitt hefðu legið fyrir því heimildir að hálfu Alþingis. „Í þessum styrkjum til græna hagkerfisins hafa menn verið að styðja við bakið á umhverfisvænum, atvinnuskapandi verkefnum sem geta af sér enn meiri vinnu í framhaldinu. Eða hvað er grænna, virðurlegur forseti, en íslenskur torfbær? Hvernig er hægt að halda því fram að það falli ekki undir græna hagkerfið,“ spurði forsætisráðherra. En margir styrkjanna sem veittir voru runnu til vörslu gamalla minja og húsa. „Það er auðvitað til vansa fyrir þingið þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hérna dag eftir dag í fúlu og úfnu skapi og svarar þingmönnum með skætingi,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru svipaðs sinnis og gagnrýndu forsætisráðherra fyrir svör hans og athugasemdir um tilefni þess að til þessarar umræðu var stofnað.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira