Hvað er að í íslenskri minjavörslu? Orri Vésteinsson skrifar 8. mars 2016 07:00 Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á Íslandi eru að lágmarki 130.000 minjastaðir. Af þeim hefur um fjórðungur verið skráður á vettvangi og má því gera sér allgóða grein fyrir ástandi minja í landinu. Um 56%, eða meira en 70.000 staðir hafa horfið eða skemmst á síðastliðinni öld, langflestir vegna túnræktar, húsbygginga og vegaframkvæmda. Náttúruöflin, landbrot og uppblástur, bera ábyrgð á um 8.000 stöðum sem hafa skemmst eða horfið. Af þeim 60.000 minjastöðum sem eftir eru teljast 3.600 í stórhættu (staðurinn mun eyðast ef ekki er gripið til aðgerða) og 33.000 í hættu (staðurinn er á framkvæmda- eða rofsvæði). Mannaverk ógna meirihluta þessara staða en tæplega 7.000 eru í hættu vegna landbrots (sjávar- eða vatnsrof), uppblásturs eða skriðufalla. Þessar tölur eru grófar áætlanir, byggðar á þeim gögnum sem þó eru til en engin skipuleg vöktun fer fram þannig að hægt sé að segja til um hversu hratt minjastaðir eru að eyðast á landsvísu. Í Noregi sýna mælingar að eitt prósent minjastaða eyðist á ári hverju – sem jafngildir um 1.300 stöðum hér á landi. Þessar tölur gefa hugmynd um vandann en segja ekki alla söguna: sumir flokkar minja hafa farið mun verr en aðrir út úr framkvæmdagleði síðustu áratuga. Þannig eru sennilega innan við fimm prósent bæjarhóla óskemmd – en bæjarhólar eru þeir minjastaðir sem geyma langsamlega mest af gripum og öðrum minjum um líf Íslendinga frá landnámi og fram á 20. öld. Landbrot við sjávarsíðuna ógnar kannski ekki meira en 2.000 stöðum en þar á meðal eru flestir ef ekki allir lykilstaðir í sögu íslensks sjávarútvegs.Stjórnvöld úrræðalaus Af þeim hundruðum staða sem skemmast á ári hverju hér á landi er aðeins brot kannað með rannsóknum (44 uppgraftarleyfi voru veitt á síðasta ári) og engar heildstæðar áætlanir eru til um hvernig eigi að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að þeim þúsundum sem fyrirsjáanlega munu hverfa á næstu árum og áratugum. Íslensk stjórnvöld eru úrræðalaus frammi fyrir þessum vanda. Þau hafa ekki treyst sér til að takast á við hina raunverulegu vá sem steðjar að íslenskum menningararfi – eyðingarmætti peninga- og náttúruaflanna. Þau hafa ekkert fram að færa nema innihaldslaust hringl með stofnanir. Starfsmenn forsætisráðuneytisins sjá ekki bjálkann í auga stjórnvalda en hreyta ónotum í fornleifafræðinga eins og þeir séu rót vandans. Þeir eru það ekki – fornleifafræðingar eru fólkið sem er, bókstaflega, drullugt upp fyrir haus að bjarga íslenskum menningararfi. Boðað frumvarp um að kljúfa Minjastofnun í tvennt og leggja enn frekari hindranir í veg rannsókna leysir engan vanda. Það dregur athyglina frá hinum raunverulegu ógnum, veikir rannsóknarinnviði og torveldar björgunarstarfið. Ég hvet forsætisráðherra til að taka frekar höndum saman við okkur sem vinnum á þessu sviði til að finna lausnir sem virka. KVÓT: Stjórnvöld fela úrræðaleysi sitt gagnvart minjaeyðingu á bak við árásir á fornleifafræðinga.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar