LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 13:15

Vettel: Ég held ađ ráspóllinn hafi veriđ utan seilingar

SPORT

Hunter fékk loksins ađ borđa | Myndband

 
Innlent
00:35 19. JÚNÍ 2014

„Hann haltrar aðeins. Það er allt og sumt,“ sagði hin sænska Katarina Reinhall eftir að hundurinn hennar Hunter fannst í hólma við Þórshöfn í Ósabotnum í kvöld.

Katarina óð sjálf út í hólmann þegar hún varð vör við Hunter en naut aðstoðar tveggja björgunarsveitarmanna við að komast aftur í land. Var Katarínu og Hunter komið fyrir inni í bíl eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi sem Hilmar Bragi Bárðarson á Víkurfréttum tók.

Gáfu þau Hunter sælgæti áður en haldið var með hann á Keflavíkurflugvöll að kröfu Tollgæslunnar. „Þú ert frægur. Þú ert stjarna,“ sagði Katarina og bætti við: „Bless allir, ég elska ykkur öll.“

Katarína sagðist í samtali við Víkurfréttir ekki myndu víkja frá Hunter fyrr en hann væri kominn um borð í flugvél og lagður af stað til Svíþjóðar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hunter fékk loksins ađ borđa | Myndband
Fara efst