Hunsar Alþingi fullveldi íslensku þjóðarinnar? Lawrence Lessig skrifar 5. mars 2016 07:00 Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar skoðuð er saga stjórnarskráa um víða veröld kemur í ljós að Bandaríkin skipa þar sérstakan sess. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var sú fyrsta sem þjóðin kom sér saman um og samþykkti sérstaklega. Nú hafa Íslendingar bætt um betur og náð stórmerkum áfanga á þessu sviði. Nú hefur þjóð, í fyrsta sinn á sögulegum tímum, samið sér stjórnarskrá með gegnsæjum hætti og samtakamætti, og nýtt til þess tækni sem ekki var til fyrr en á tuttugustu og fyrstu öld. Þó vill svo undarlega til að þessi stjórnarskrá hefur enn ekki öðlast gildi. Flestum er í fersku minni að eftir fjármálakreppu ársins 2008 hófu íslenskir ríkisborgarar einstakt ferli til þess að endurheimta fullveldi sitt. Eitt þúsund ríkisborgarar voru valdir með slembiúrtaki og komu sér saman um grunngildin sem vert væri að standa um, og svo var farið að semja stjórnarskrá með frjálsri þátttöku þeirra borgara sem vildu taka þátt. Að frumkvæði Alþingis var förinni haldið áfram með því að mæla fyrir um kosningu til sérstaks stjórnlagaþings. Ríflega fimm hundruð einstaklingar buðu sig fram til þess að sitja á þessu 25 manna þingi sem síðar varð stjórnlagaráð. Fundahöld stóðu yfir í liðlega fjóra mánuði og voru verk stjórnlagaráðs jafnan birt almenningi, jafnframt því sem auglýst var eftir athugasemdum og tillögum frá borgurunum. Almenningur lagði fram liðlega 3.600 athugasemdir, og leiddu þær til ótal breytinga. Lokadrög voru samþykkt einróma af öllum fulltrúum stjórnlagaráðs og loks lögð fyrir þingið og þjóðina. Um tveir þriðju kjósenda sögðust vilja þessi drög sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá. Aldrei hafði neitt þessu líkt gerst í sögu stjórnarskrárréttar. Ef lýðræði er vald þjóðar, og ef fullveldi lýðræðisþjóðar byggist á vilja þjóðarinnar, þá er þessi aðferð og þessi stjórnarskrá eins gild og ósvikin og stjórnarskrár annarra ríkja heimsins. Þó hefur Alþingi hafnað því að þessi stjórnarskrá skuli öðlast gildi. Þá kviknar spurning sem hver og einn sem berst fyrir lýðræði um heimsbyggð alla hlýtur að spyrja sig: með hvaða rétti? Við gerð stjórnarskrárinnar var vissulega gert ráð fyrir því að hún yrði að lokum lögð fyrir Alþingi til samþykktar, rétt eins og drottningin leggur blessun sína yfir skipun ríkisstjórnar Breta. Drottningunni er hins vegar ljóst að valdið sem fylgir þessum rétti hlýtur að vera takmarkað, ef Bretar eiga að teljast lýðræðisþjóðfélag. Sama á við um Ísland. Þegar þjóðin hefur lokið við stórvirki á borð við þetta, samið stjórnarskrá á víðtækari og opnari hátt en nokkur dæmi eru um í sögu stjórnskipunarréttar og fengið verkið staðfest með niðurstöðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu, hefur þá Alþingi nokkurt siðferðislegt vald til þess að hafna henni? Vitaskuld eru ekki allir jafnhrifnir af öllu sem þar er að finna, enda er lýðræði ekki fyrirheit um fullkomleika, og engin stjórnarskrá hefur nokkru sinni vakið óskipta hrifningu allra, sem hún varðar. Nægir þar að nefna dæmið um frelsi einnar milljónar afrískra þræla, þegar Bandaríkjamenn samþykktu stjórnarskrá 1808, en það frelsi braut í bága við stjórnarskrána. Að því er Ísland varðar mætti spyrja hverjum fullveldið tilheyri. Er þjóðin fullvalda eða er hún það ekki? Ef þjóðin er fullvalda, krefst hún þess þá ekki að vilji hennar sé virtur? Þetta er vitaskuld spurning sem varðar Íslendinga, en líka heimsbyggð alla. Fullveldishugtakið hefur þróast í tímans rás. Það var hjá guði, hjá konungi, hjá elítu, og loks hjá þjóðinni. Þjóðir heims líta hver til annarrar í leit að hugmyndum. Afrek íslensku þjóðarinnar, sem samdi stjórnarskrá með opinni og gegnsærri aðferð, hefur veitt milljónum manna innblástur. Þeir eru þó mun fleiri sem furða sig á andstöðu Alþingis. Þegar Thomas Jefferson var að semja sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna talaði hann um „óafturkræfan rétt þjóðar til þess að breyta eða ógilda“ stjórnarskrá. Á því herrans ári 2016 ber okkur að breyta orðum hans til þess að hnykkja á því sem máli skiptir: Það er óafturkræfur réttur þjóðar að breyta, eða ógilda, eða semja stjórnarskrá, að minnsta kosti þar sem valdið er hjá þjóðinni.Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun