Hundraða milljarða hagsmunir í húfi 27. ágúst 2014 07:00 Óskað var ráðgefandi álits frá EFTA dómstólnum vegna máls sem er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent