Hundraða milljarða hagsmunir í húfi 27. ágúst 2014 07:00 Óskað var ráðgefandi álits frá EFTA dómstólnum vegna máls sem er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
EFTA dómstóllinn kveður upp dóm sinn í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka á morgun. Ágreiningurinn snýst um það hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem Glitnir, sem Íslandsbanki er reistur á, gaf út í maí 2007 vegna fasteignakaupa Gunnars sé lögmætt. Grundvöllur verðtryggingarinnar var vísitala neysluverðs og höfuðstóll lánsins hækkar í hlutfalli við verðbólgu. Við rekstur málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hefur Gunnar haldið því fram að verðtryggingarákvæðið sé óréttmætur skilmáli og andstæður tilskipun 93/13/EBE í EES-samningnum. Víkja eigi hinum óréttmæta skilmála til hliðar. Íslandsbanki vísar hins vegar sjónarmiðum Gunnars á bug. Bankinn telur verðtrygginguna heimila samkvæmt lögum og tilskipunin hafi verið réttilega innleidd í landslög. Við meðferð málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að fá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Spurningarnar snúast meðal annars um það hvort verðtrygging sé ósanngjörn, hvort fyrrnefnd tilskipun eigi við á Íslandi. Að síðustu hvort dómstólar á Íslandi eigi að hafa val um það að lýsa ósanngjarna skilmála ógilda eða hvort þeim sé það skylt. Þótt þetta tiltekna mál snúist einungis um samning sem Gunnar V. Engilbertsson gerði við Íslandsbanka vegna húsnæðiskaupa gætu hagsmunirnir sem liggja að baki verið mun meiri. Heildarupphæð verðtryggðra lána á Íslandi er um 1.500 milljarðar króna. Þar af er langstærstur hlutinn, eða um 800-900 milljarðar lán sem tekin eru hjá Íbúðalánasjóði og til viðbótar 100-200 milljarðar lán sem tekin eru hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Stofnanir með ríkisábyrgð eiga því um eða yfir 1.000 milljarða af þessum lánum. Á móti kemur að þeir lánasamningar sem verðtryggingamálið tekur til eru samningar sem gerðir eru á árinu 2000-2013, en ný lög um neytendalán tóku gildi eftir það. Ekkert liggur fyrir um það hvert fordæmisgildi dómsins sem kveðinn verður upp í máli Gunnars gegn Íslandsbanka kann að vera. Þá er heldur ekki víst hvort íslenskir dómstólar, Héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur, mun telja svör EFTA-dómstólsins viðeigandi fyrir úrlausn málsins þegar dómur verður kveðinn upp hér. Þó eru engin fordæmi fyrir því að íslenskir dómstólar dæmi beinlínis þvert gegn ráðgefandi áliti. ------ Fullyrt er í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, sem fylgdi með blaðinu í dag að dómurinn yrði kveðinn upp í dag. Það er rangt. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira