Innlent

Hundrað karlmenn spyrjast fyrir um kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Hundrað karlmenn hafa sent bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum, lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóra ÍBV spurningar um það kynferðisofbeldi sem framið hefur verið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og hvaða áhrif það gæti haft á fyrirkomulag og framtíð hátíðarinnar. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson leikarar, Ragnar Bragason leikstjóri og Hugleikur Dagsson rithöfundur.

Meðal þess sem spurt er að er hvort Vestmannaeyjabær muni veita leyfi fyrir því að Þjóðhátíð verði haldin árið 2012, þrátt fyrir fjölda tilkynntra nauðgana á Þjóðhátíð 2011. Þá er spurt af hverju Vestmannaeyjabær verji engum fjármunum til áróðurs gegn nauðgunum eða öðru kynferðisofbeldi og þá sérstaklega sem beint er að hugsanlegum gerendum. Einnig er spurt hversu margar nauðanir þurfi til að Vestmannaeyjabær taki fyrir að Þjóðhátíðin verði haldin.

Bréf með spurningunum voru send til Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, Karls Gauta Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Tryggva Más Sæmundssonar, framkvæmdastjóra ÍBV og nefndarmanns í Þjóðhátíðarnefnd.

Bréfin og lista með nöfnum þeirra sem skrifa undir þau má sjá í viðhengi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×