Hugvit leyst úr höftum Frosti Ólafsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun