Hugvit leyst úr höftum Frosti Ólafsson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Fáar skýrslur hafa haft jafn mikil áhrif á efnahagsumræðu hér í landi og skýrsla McKinsey & Company „Charting a Growth Path for Iceland“ sem kom út árið 2012. Hlutleysi einkenndi skýrsluna en fyrirtækið vann hana án afskipta innlendra aðila og án endurgjalds. Að mati McKinsey fólust helstu sóknarfæri Íslendinga í aukinni framleiðni og hugvitsdrifnum útflutningi. Skilaboðin náðu áheyrn víða og hafa verið til umræðu síðustu ár. Í síðustu viku gaf Viðskiptaráð út rit undir heitinu „Leiðin að aukinni hagsæld“. Þar er lagt mat á efnahagslega framvindu frá því að McKinsey-skýrslan var gefin út og helstu greiningar hennar uppfærðar. Sterkur hagvöxtur hefur einkennt síðastliðin fjögur ár en ólíkt því sem McKinsey lagði áherslu á má einkum rekja hagvöxtinn til aukins vinnuframlags fremur en vaxandi framleiðni. Með öðrum orðum er verðmætasköpun á hverja vinnustund ekki að aukast.Alþjóðageirinn hefur átt undir högg að sækja McKinsey benti jafnframt á að takmarkað eðli náttúruauðlinda reisi vaxtarmöguleikum þeirra útflutningsgreina sem tilheyra auðlindageiranum skorður, þ.e. ferðaþjónustu, orkufrekum iðnaði og sjávarútvegi. Því þurfi að efla útflutning sem byggir ekki á beinu aðgengi að náttúruauðlindum heldur marki samkeppnisstöðu sína á hugviti og sérhæfingu. Umrædd fyrirtæki spretta oft á tíðum upp innan auðlindageirans í gegnum vörur og þjónustulausnir sem nýtast fleiri þjóðum en Íslandi. Að mati McKinsey ætti þessi hluti hagkerfisins, sem nefndur var alþjóðageirinn, að standa undir stigvaxandi hlutfalli af útflutningstekjum á komandi áratugum. Aðeins þannig væri unnt að skapa bæði kröftugan og sjálfbæran hagvöxt til margra áratuga. Alþjóðageirinn hefur hins vegar átt undir högg að sækja og nánast ekkert vaxið frá árinu 2011. Á sama tíma hefur sterkur vöxtur ferðaþjónustunnar knúið hagkerfið áfram og stuðlað að þeim mikla efnahagslega viðsnúningi sem Íslendingar hafa upplifað undanfarin ár. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur reynst mikill búhnykkur en til lengri tíma er brýnt að útflutningur byggi á fleiri stoðum. Til að svo megi verða þarf innlent rekstrarumhverfi að standast alþjóðlegan samanburð.Loksins, loksins Höft á fjármagnsflæði og gjaldeyrisviðskipti hafa verið helsti þrándur í götu alþjóðageirans frá hruni bankakerfisins. Alþjóðageirinn óx um 8% á ári yfir það 15 ára tímabil þar sem frjálst flæði fjármagns ríkti en frá því höftum var komið á hefur vöxturinn horfið. Að mati undirritaðs ræður skert aðgengi innlendra nýsköpunarfyrirtækja að erlendum fjárfestum og fjármálamörkuðum þar mestu. Þannig hafa gjaldeyrishöft að miklu leyti staðið í vegi fyrir erlendum samstarfsverkefnum, yfirtökum og annarri viðskiptaþróun. Allt eru þetta grundvallarþættir í þroskaferli þeirra fyrirtækja sem sækja á alþjóðlegan markað með vörur sínar og þjónustu. Í þessu ljósi er frumvarp um losun hafta stórt og tímabært skref fyrir framtíðaruppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Heimild innlendra fyrirtækja til beinnar erlendrar fjárfestingar er þar sérstakt fagnaðarefni. Til að tryggja kröftugan útflutningsvöxt til lengri tíma, sem byggir jafnframt á fjölbreyttum grunni, er mikilvægt að frumvarpið nái fram að ganga og að fullt afnám hafta fylgi í náinni framtíð. Samhliða öðrum umbótum í rekstrarumhverfi innlendra fyrirtækja skapast þannig sterkar forsendur fyrir kröftugum og sjálfbærum hagvexti til lengri tíma. Í slíkum áherslum felst leiðin að aukinni hagsæld á Íslandi.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun