Hugmyndir um breytingar á Seðlabanka Íslands enn á ís Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. janúar 2017 06:00 Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira