Hugmyndir um breytingar á Seðlabanka Íslands enn á ís Jón Hákon Halldórsson skrifar 18. janúar 2017 06:00 Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Starfi ný ríkisstjórn út heilt fjögurra ára kjörtímabil mun það koma í hlut Bjarna Benediktssonar að skipa bæði bankastjóra Seðlabanka Íslands og aðstoðarseðlabankastjóra. Samkvæmt forsetaúrskurði um verkaskiptingu milli ráðuneyta frá 11. janúar síðastliðnum voru málefni Seðlabanka Íslands flutt úr fjármála- og efnahagsráðuneyti yfir í forsætisráðuneytið með Bjarna Benediktssyni. Á næsta ári, 2018, rennur út skipunartími Arnórs Sighvatssonar sem aðstoðarseðlabankastjóra. Þá mun Arnór hafa gegnt starfinu í níu ár. Ári seinna, árið 2019, rennur út skipunartími Más Guðmundssonar og hefur hann þá starfað í tíu ár. Í 23. grein laga um Seðlabankann er kveðið á um þau skilyrði sem einstaklingar þurfa að uppfylla til að hljóta skipun í stöðu seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra. Þar kemur líka fram að hægt er að skipa sama mann seðlabankastjóra eða aðstoðarseðlabankastjóra tvisvar sinnum. Því blasir við að ráðherra þarf að skipa nýja menn í báðar stöðurnar, að undangenginni umsögn nefndar sem metur hæfi umsækjendanna. Sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði Bjarni Benediktsson þriggja manna starfshóp sem ætlað var að gera tillögur að breytingum á stjórnskipulagi Seðlabankans. Nefndin, sem skipuð var þeim Friðriki Má Baldurssyni hagfræðingi og Þráni Eggertssyni hagfræðingi, lagði til að í Seðlabanka Íslands yrðu starfandi seðlabankastjóri og með honum starfi bankastjóri peningamála og bankastjóri fjármálastöðugleika. Skilaði nefndin tillögum sínum í mars árið 2015. Fréttablaðið náði hvorki tali af Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra né Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, minnir á að málefni Seðlabankans hafi heyrt undir forsætisráðherra þangað til í ráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún segir sér ekki kunnugt um að stjórnskipulag bankans hafi verið rætt sérstaklega í viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, segir ekki skipta höfuðmáli hvort forsætisráðuneytið eða fjármálaráðuneytið fer með málefni Seðlabankans. „Það eru starfsmenn í forsætisráðuneytinu sem eru alveg í standi til að sinna þessum málum. En ég sé ekki alveg fegurðina í þessu,“ segir Þórólfur. Aðalmálið sé að það sé góð yfirsýn yfir mál og að upplýsingum sé haldið saman. „Það á nú að gerast í þessu þjóðhagsráði sem virðist þó ekki vera kallað neitt sérstaklega oft saman.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira