Hugmyndafræði hæfnieinkunna í skólum Gylfi Jón Gylfason skrifar 21. desember 2015 00:00 Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrirkomulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nemendur.Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunnskólum og lítið sem ekkert samræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveðið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileinkað sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnámskrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur.Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunnskólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í framhaldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfniviðmiða fyrir B án þess þó að uppfylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Vorið 2016 verða einkunnir nemenda sem ljúka 10. bekk grunnskóla gefnar í formi bókstafa í stað þess að vera á kvarðanum 1 – 10. Fyrirkomulag þetta á einkunnagjöf hefur staðið til frá því að ný aðalnámskrá grunnskóla var gefin út 2011. Vegna umræðu sem skapast hefur um nýjan einkunnakvarða og breytinguna frá þeim eldri, telur Menntamálastofnun brýnt að útskýra ástæðu þess og hvað ný einkunnagjöf þýðir fyrir nemendur.Gefur heildstæðari mynd Til að útskýra mun á nýju og gömlu einkunnakerfi þarf að skoða nánar eldra einkunnakerfið. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 höfðu skólar frelsi til að ákveða hvernig vitnisburður nemenda var settur fram. Eingöngu var tekið fram að hann skyldi settur fram á skýran og ótvíræðan hátt þannig að nemendur og foreldrar gætu skilið hvað átt var við. Nota mátti tölustafi, bókstafi, orð eða aðra framsetningu. Þannig voru engin skýr viðmið um hvað stóð á bak við lokaeinkunnir úr grunnskólum og lítið sem ekkert samræmi á milli skóla. Í nýja aðalnámskrá árið 2011 var sett ákvæði til að auka samræmi og gefa heildstæðari mynd af hæfni hvers nemanda á hverju námssviði við lok grunnskólanáms. Ákveðið var að nýi einkunnakvarðinn skyldi vera á formi bókstafanna A, B+, B, C+, C og D. Með nýjum reglum hefur verið komið á stöðluðum vitnisburði fyrir nemendur við lok grunnskóla og þar með ætti að vera komið í veg fyrir einkunnaverðbólgu sem tíðrætt hefur verið um. Flestar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa í námskrá ákvæði um að meta skuli hæfni nemenda. Hæfnin er sett fram stigvaxandi og metið er hversu vel nemandi sýnir hæfnina í verki en þar koma bókstafirnir til sögunnar. Til grundvallar hverjum bókstaf er lýsing sem segir til um hversu vel nemandi hefur tileinkað sér hæfnina sem stefnt er að, svokölluð matsviðmið í aðalnámskrá. Með hæfni er átt við hvernig einstaklingur notar þekkingu sína og leikni. Það er, hvað hann gerir með það sem hann veit og getur.Sömu hæfnilýsingar hjá öllum Hæfni sem nemandi á að hafa tileinkað sér við lok grunnskóla er lýst í matsviðmiðum sem sett eru fram fyrir hverja námsgrein, námssvið og lykilhæfni í aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin lýsa hæfni á bókstafakvarða sem kallast hæfnieinkunn. Grunnskólum er nú skylt að nota þennan matskvarða við brautskráningu nemenda eins og fyrr segir. Það leiðir til þess að allir skólar miða við sömu hæfnilýsingu fyrir hverja einkunn sem eykur samræmi frá því sem áður var. Nemendur sem fá einkunnina A sýna framúrskarandi hæfni. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir B+ en nemandi sem fær þá einkunn hefur náð öllum eða því sem næst öllum viðmiðum fyrir B og stórum hluta þeirra viðmiða sem eru undir A. Þess má geta að B+ er ekki mitt á milli A og B heldur er það nær A í hæfni. Einkunnin B lýsir góðri hæfni og þeir sem ná þeirri einkunn geta hafið nám í framhaldsskóla á þrepi tvö. Einkunnin C+ skilgreinist með svipuðum hætti og B+ nema að nemendur þurfa að hafa náð hæfniviðmiðum fyrir C og stórum hluta hæfniviðmiða fyrir B án þess þó að uppfylla hæfniviðmið um B að öllu leyti. C lýsir sæmilegri hæfni. Þeir nemendur sem fá D hafa ekki náð hæfniviðmiðum sem lýst er í C.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun