Hugleiðing um tjáningarfrelsi Áslaug Thorlacius skrifar 17. maí 2011 09:45 Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt. Þó að fundinn sætu eingöngu myndlistarmenn kom glöggt fram að umræðan um tjáningarfrelsið er á mjög misjöfnu stigi eftir löndum. Baykam til mikillar furðu vorum við fulltrúar Norður-Evrópu ekki síður að velta fyrir okkur siðferðinu og því hvort allt skuli vera leyfilegt í nafni tjáningarfrelsis. Frelsi fylgir jú ábyrgð. Rétt fyrir páska varð Baykam fyrir hnífsstungu þar sem hann var á leiðinni burt af blaðamannafundi um þennan sama minnisvarða. Læknum tókst að bjarga lífi hans en það munaði aðeins hársbreidd að hann léti lífið fyrir málstaðinn. Á sama tíma og listamenn í Tyrklandi leggja líf sitt að veði til að verja tjáningarfrelsið og sæmdarrétt listamanns logar íslenskt menningarlíf stafna á milli í súrrealískri umræðu sem sumir virðast halda að snúist líka um tjáningarfrelsið. Það er misskilningur. Hún snýst um siðferði eða öllu heldur skort á siðferði. Málið er þannig vaxið: Listamennirnir sem stjórna sýningunni Koddu halda því fram að af því að hér ríkir tjáningarfrelsi hafi þeir fullan rétt til að níðast á verkum annarra listamanna ef þau falla ekki að þeirra smekk – svipuð rök og Erdogan Tyrklandsforseti notar. Allir fara á taugum, sennilega af því að fólk er yfirleitt kurteist og forðast að nefna það sem raunverulega er í gangi. Umræðan lendir í algjörum ógöngum. Allt í einu eru höfundalögin ónýt og ákvæði um sæmdarrétt óskýr og úrelt. Stöldrum nú aðeins við. Einmitt þesskonar lagatæknilegar brellur nota menn til að réttlæta siðleysið sem leiddi til hrunsins mikla. Að allt sé leyfilegt nema það sem nákvæmlega er bannað með lögum. Það sorglega (eða kannski broslega) er að Koddu á einmitt að vera uppgjör við hrunið og þá væntanlega hrokann og siðblinduna sem léku svo stórt hlutverk í aðdraganda þess. Þvílík endemis þvæla. Ég legg til að við hættum þessari hræsni og köllum hlutina sínum réttu nöfnum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun