Hugleiðing um háttsemi Kristján Fenrir Sigurðarson og Arnar Þór Kristjánsson skrifar 20. desember 2010 10:48 Arnar Þór Kristjánsson myndlistarmaður Í hinum annasama desember, er líða fer að jólum, er oftar en ekki brýnt fyrir Íslendingum og öllum kristindómi hvað það varðar, mikilvægi kærleiks og friðar. Kveikt er á kertum, kransar hengdir upp, sungnir jólasálmar og allt gott og kristið fólk tekur höndum saman í skammdeginu og nýtur ávaxta kristilegs náungakærleika, umhyggju og umburðarlyndi. Ef lesandi telur ekkert athugavert við þetta, er honum ráðlagt að skoða síðustu setningu málsgreinarinnar hér á undan og athuga lýsingarorðið á undan náungakærleika, aukinheldur sem síðasta nafnorðið í setningunni gæti komið öðrum en kristnum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í ljósi lýsingarorðsins. Síðan við, greinarhöfundar, munum eftir okkur, hefur okkur þótt kynjótt sú venja sannkristinna manna að tala um náungakærleik og umburðarlyndi sem sérkristin hugtök. Gæti þetta augljóslega virkað saklaust í fyrstu, en samt sem áður komið flatt upp á suma og sér í lagi þá er ekki játa kristna trú. Þegar prestar og aðrir taka sér í munn orðalag á borð við ´´kristileg hefð mannvirðingar og mannkærleika´´, líkt og viss maður innan þjóðkirkjunnar gerði í bloggfærslu sinni nýlega, gætu umræddir aðilar, af tillitssemi við þá aðila er ekki deila skoðunum þeirra, látið þeirra getið ef aðeins lítillega og einnig þess að ekki síðri háttsemi geti einnig verið að vænta frá þeim. Vinsamlegast takið eftir að hér er notast við orð eins og ´´gætu´´ og ´´tillitssemi´´, en ekki ,,ættu´´ og ,,skyldu''. Ef áætlan undirritaðra væri að skylda kristið fólk til að gera eitthvað sem því þætti miður, væri hægt að ásaka þá um hræsni og þá sömu og þeir kjósa að deila á hér. Teljum við ummælin ofangreindu, er hinn ónefndi kirkjumaður lét falla, vissulega jaðra við hræsni. Er honum, jafnt sem öðrum frjálst að tjá sig á þann máta sem hann vill og skal hann enga skömm hljóta fyrir að standa á sinni skoðun, en hann, líkt og svo margir aðrir, var og er í stöðu til að hafa áhrif á fólk í samfélaginu jafnt í gjörðum sem og skrifum og misbauð með því sumum sem hann hefði auðveldlega getað komist hjá að misbjóða. Eru orð í líkingu við þessi frá kirkjunnar mönnum reyndar engin nýlunda og óumburðarlyndi af hálfu trúfélaga ekki heldur. Gildir einu hvort um ræðir afstöðu kirkunnar manna til hjónavígslu samkynhneigðra, hneykslismálaröðina tengda Ólafi heitnum Skúlasyni og þá framkomu við meint fórnarlömb hans eða þá ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskups um þungarokksviðburðinn Andkristnihátíðina, en gekk biskupinn svo langt að kalla þá sem hana sækja og skipuleggja því hvimleiða nafni haturspostula. Við undirritaðir erum ekki fullkomnir og ætlumst ekki til þess að aðrir séu það. Hins vegar viljum við hvetja alla til þess að hugsa sig um áður en gripið er til stórra orða sem gætu móðgað og sært aðra. Geta greinarhöfundar, sem eru trúleysingi og svo maður sem lætur sig almennt ekki trúmál varða, einvörðungu talað fyrir sjálfa sig, en þykir okkur þó sjáanlegur skortur á umburðarlyndi því sem sjálfgefið er að æðsti maður Þjóðkirkjunnar ætti að sýna. Vissulega má tyfta félögum á borð við Vantrú eða Múslimafélaginu fyrir sitt óumburðarlyndi og þröngsýni, en Þjóðkirkjan er aftur á móti ríkisstofnun, kostuð af íslenskum skattgreiðendum og biskupinn er opinber starfsmaður sem halda á friðinn við aðrar stofnanir, sem þó einnig þiggja pening frá ríkinu sumar en ekki í jafn miklum mæli. Mætti hann því vinsamlegast, án þess að það væri á hann lagt með reglugerðum, vera sökum stöðu sinnar heldur mjúkmálli i í yfirlýsingum sínum í garð annarra trú- eða trúleysisfélaga og ef til vill eyða meira púðri í að afla Þjóðkirkjunni vina en ekki óvina, því nóg á hún af þeim um þessar mundir. Ef að Karl hefur eitthvað við titil Andkristnihátíðar að athuga og hlustar kannski ekki á þungarokk á milli messa, er hann og aðrir í fyllstu vin- og rósemd beðnir um að sigla sína leið og sneiða hjá óþarfa rifrildi og staðhæfingum um skapgerð, þar eð þeir er sækja þessa hátíð, enda fer hún þrátt fyrir háværa tónlist alla jafna fram með friði og spekt og án vesens. Kurteisi kostar ekkert og sérstaklega ef hún er í formi afskiptaleysis. Er það ekki mikið, sem okkur hugnast að biðja sannkristið fólk um. Það eina sem farið er fram á er kurteisi í garð þeirra sem aðhyllast ekki sömu trú og að þetta mál er lýtur að náungakærleik sé einnig tekið til skoðunar af þeim er telja sig hafa haldið fram rangfærslum á borð við þær er hér um getur og sjá hvert við erum að fara. Með óskum um gleðilega hátíð og þökkum fyrir lesturinn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Arnar Þór Kristjánsson myndlistarmaður Í hinum annasama desember, er líða fer að jólum, er oftar en ekki brýnt fyrir Íslendingum og öllum kristindómi hvað það varðar, mikilvægi kærleiks og friðar. Kveikt er á kertum, kransar hengdir upp, sungnir jólasálmar og allt gott og kristið fólk tekur höndum saman í skammdeginu og nýtur ávaxta kristilegs náungakærleika, umhyggju og umburðarlyndi. Ef lesandi telur ekkert athugavert við þetta, er honum ráðlagt að skoða síðustu setningu málsgreinarinnar hér á undan og athuga lýsingarorðið á undan náungakærleika, aukinheldur sem síðasta nafnorðið í setningunni gæti komið öðrum en kristnum spánskt fyrir sjónir, sérstaklega í ljósi lýsingarorðsins. Síðan við, greinarhöfundar, munum eftir okkur, hefur okkur þótt kynjótt sú venja sannkristinna manna að tala um náungakærleik og umburðarlyndi sem sérkristin hugtök. Gæti þetta augljóslega virkað saklaust í fyrstu, en samt sem áður komið flatt upp á suma og sér í lagi þá er ekki játa kristna trú. Þegar prestar og aðrir taka sér í munn orðalag á borð við ´´kristileg hefð mannvirðingar og mannkærleika´´, líkt og viss maður innan þjóðkirkjunnar gerði í bloggfærslu sinni nýlega, gætu umræddir aðilar, af tillitssemi við þá aðila er ekki deila skoðunum þeirra, látið þeirra getið ef aðeins lítillega og einnig þess að ekki síðri háttsemi geti einnig verið að vænta frá þeim. Vinsamlegast takið eftir að hér er notast við orð eins og ´´gætu´´ og ´´tillitssemi´´, en ekki ,,ættu´´ og ,,skyldu''. Ef áætlan undirritaðra væri að skylda kristið fólk til að gera eitthvað sem því þætti miður, væri hægt að ásaka þá um hræsni og þá sömu og þeir kjósa að deila á hér. Teljum við ummælin ofangreindu, er hinn ónefndi kirkjumaður lét falla, vissulega jaðra við hræsni. Er honum, jafnt sem öðrum frjálst að tjá sig á þann máta sem hann vill og skal hann enga skömm hljóta fyrir að standa á sinni skoðun, en hann, líkt og svo margir aðrir, var og er í stöðu til að hafa áhrif á fólk í samfélaginu jafnt í gjörðum sem og skrifum og misbauð með því sumum sem hann hefði auðveldlega getað komist hjá að misbjóða. Eru orð í líkingu við þessi frá kirkjunnar mönnum reyndar engin nýlunda og óumburðarlyndi af hálfu trúfélaga ekki heldur. Gildir einu hvort um ræðir afstöðu kirkunnar manna til hjónavígslu samkynhneigðra, hneykslismálaröðina tengda Ólafi heitnum Skúlasyni og þá framkomu við meint fórnarlömb hans eða þá ummæli Karls Sigurbjörnssonar biskups um þungarokksviðburðinn Andkristnihátíðina, en gekk biskupinn svo langt að kalla þá sem hana sækja og skipuleggja því hvimleiða nafni haturspostula. Við undirritaðir erum ekki fullkomnir og ætlumst ekki til þess að aðrir séu það. Hins vegar viljum við hvetja alla til þess að hugsa sig um áður en gripið er til stórra orða sem gætu móðgað og sært aðra. Geta greinarhöfundar, sem eru trúleysingi og svo maður sem lætur sig almennt ekki trúmál varða, einvörðungu talað fyrir sjálfa sig, en þykir okkur þó sjáanlegur skortur á umburðarlyndi því sem sjálfgefið er að æðsti maður Þjóðkirkjunnar ætti að sýna. Vissulega má tyfta félögum á borð við Vantrú eða Múslimafélaginu fyrir sitt óumburðarlyndi og þröngsýni, en Þjóðkirkjan er aftur á móti ríkisstofnun, kostuð af íslenskum skattgreiðendum og biskupinn er opinber starfsmaður sem halda á friðinn við aðrar stofnanir, sem þó einnig þiggja pening frá ríkinu sumar en ekki í jafn miklum mæli. Mætti hann því vinsamlegast, án þess að það væri á hann lagt með reglugerðum, vera sökum stöðu sinnar heldur mjúkmálli i í yfirlýsingum sínum í garð annarra trú- eða trúleysisfélaga og ef til vill eyða meira púðri í að afla Þjóðkirkjunni vina en ekki óvina, því nóg á hún af þeim um þessar mundir. Ef að Karl hefur eitthvað við titil Andkristnihátíðar að athuga og hlustar kannski ekki á þungarokk á milli messa, er hann og aðrir í fyllstu vin- og rósemd beðnir um að sigla sína leið og sneiða hjá óþarfa rifrildi og staðhæfingum um skapgerð, þar eð þeir er sækja þessa hátíð, enda fer hún þrátt fyrir háværa tónlist alla jafna fram með friði og spekt og án vesens. Kurteisi kostar ekkert og sérstaklega ef hún er í formi afskiptaleysis. Er það ekki mikið, sem okkur hugnast að biðja sannkristið fólk um. Það eina sem farið er fram á er kurteisi í garð þeirra sem aðhyllast ekki sömu trú og að þetta mál er lýtur að náungakærleik sé einnig tekið til skoðunar af þeim er telja sig hafa haldið fram rangfærslum á borð við þær er hér um getur og sjá hvert við erum að fara. Með óskum um gleðilega hátíð og þökkum fyrir lesturinn
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar