Viðskipti innlent

HS Orka þarf ekki að selja Norðuráli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að orkusölusamningur milli HS Orku og Norðuráls Helguvíkur væri sökum tiltekinna kringumstæðna ekki lengur í gildi. Þetta er upplýst á vef HS Orku.

Þar kemur líka fram að samkvæmt niðurstöðu gerðardómsins eru lok samningsins ekki af völdum HS Orku og öllum gagnkröfum Norðuráls Helguvíkur ehf. í málinu var hafnað.

„Við erum ánægð að þetta langvinna mál sé nú að baki. Þessi niðurstaða mun gera okkur kleift að leita nýrra samningstækifæra á Íslandi án takmarkana eftir því sem ný orka verður til reiðu,“ er haft eftir Ásgeiri Margeirssyni forstjóra HS Orku hf. af þessu tilefni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×