Viðskipti innlent

HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra

Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr.

Í tilkynningu um ársuppgjör HS Orku segir að meginhluti tapsins er vegna hreinna fjármagnsgjalda að upphæð 15,5 milljarða kr. Þar af 10,4 milljarðar kr. vegna gengistaps og tæplega 4,6 milljarðar kr. vegna afleiðusamninga.

Bókfærðar eignir HS Orku í árslok námu 36,5 milljörðum kr. Og lækkuðu um 311 á árinu. Skuldir nema hinsvegar 30,5 milljörðum kr. Eiginfjárhlutfall lækkaði á árinu úr 54% og í 16%.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×