Hroki og hleypidómar Gísla Sigurjón Jónsson skrifar 1. apríl 2014 19:00 Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson hélt erindi á vegum Landsbankans á dögunum undir yfirskriftinni ,,Er hætta á að Reykjavík verði túristagildra?“ Erindið var að hluta mjög gott að frátöldum ákveðnum hrokafullum ummælum. Í umræðunni hefur verið að þörf sé að stækka ferðamannasvæðið á höfuðborgarsvæðinu þar sem miðbærinn er sprunginn. Margir líta því til Kópavogs þar sem hann er jú mið-punktur höfuðborgarsvæðisins og hefur alla burði til að taka á móti ferðamönnum. ,,Ég bið til Guðs að einhver túristi lendi ekki í því að vera á einhverju glötuðu hóteli í Kópavogi, fyrirgefið þið. Vegna þess að hann verður bara brenndur af því. Það er ekki gaman þar.“ Sagði Gísli Marteinn í kynningunni og þessi ummæli fara fyrir brjóstið á mér sem og öðrum stoltum Kópavogsbúum. Þau eru sett fram til að gera lítið úr okkar frábæra bæjarfélagi. Þessi ummæli eru Gísla Marteini til skammar og bera vott af hroka og fáfræði ásamt því augljósa að vera kol röng. Líkt og Gísli Marteinn kom inn á í yfirferð sinni þá vilja ferðamenn forðast „túristagildruna“ sem miðbærinn er að verða og því er eðlilegt að horft sé yfir Fossvoginn í átt að Kópavogi. Fjölgun hótela í Kópavogi er í kortunum og væntalegt að nokkur ný hótel muni opna í Kópavogi á næstu árum. Kópavogur hefur nefnilega alla burði til að verða eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðamenn að sækja. Er það eitthvað sem Gísli Marteinn óttast? Gísli Marteinn hendir fram mörgum góðum rökum í yfirferð sinni sem einmitt styðja það að Kópavogur sé ákjósanlegur staður fyrir ferðamenn áður en hann fer svo í þversögn við sjálfan sig. Í vinnslu núna er mótun ferðamálastefnu fyrir Kópavogsbæ, hér eru tækifærin, mun betri tækifæri heldur en í Skeifunni og Múlunum sem Gísli nefnir. Gísli telur lykilinn að því að verða eftirsóttur áfangastaður ferðamanna er að vera ,,most livable city“ eða besti staður til að búa á. Sameiginlegir hagsmunir fara saman að gera Reykjavík að frábærri borg til að búa í og að gera Reykjavík að frábærri túristaborg. Kópavogur hefur hinsvegar tvöfaldast í íbúafjölda á síðustu 15 árum einmitt vegna þess að það er frábært að búa þar. Á sama tíma hefur Reykjavík stækkað um tæp 10%. Kópavogur er nefnilega frábær staður til að búa í og þar af leiðandi ákjósanlegur kostur fyrir ferðamenn, allavega samkvæmt Gísla. Gísli fer um víðan völl í erindi sínu og segir ferðamenn forðast túristagildruna og aðra ferðamenn. Ferðamenn vilja vera „lókal“ og nefnir kaffihús sem hann á hluti í og Sundlaug vesturbæjar sem ákjósanlega kosti í vesturbæ Reykjavíkur því þeir eru lókal. Í Kópavogi finnur þú tvær af flottustu sundlaugum landsins þar sem ekki hefur verið mikill ágangur ferðamanna og myndu flokkast að mínu viti sem „lókal“. Ég tel Vesturbæjarlaugina ekki standast neinn samanburð við þær laugar. Í Kópavogi eru einnig margir góðir hverfispöbbar og ágætis næturlíf sem ferðamenn geta sótt í mun öruggari umhverfi en í borg óttans. Með tilkomu göngubrúar frá Kársnesi yfir í Nauthólsvík er komin virkilega skemmtileg tenging frá Kópavogi í miðbæ Reykjavíkur. Sú samgöngubót mun opna nýjar víddir fyrir Kópavog sem áfangastað. Í Kópavogi er eina tívolí landsins, ein flottasta verslunarmiðstöð landsins, frábært skíðasvæði í Bláfjöllum, falleg opin græn svæði, skemmtilegar göngu og hjólaleiðir, álfarnir við Álfhólsveg, fjölbreyttir veitingastaðir, Þríhnjúkagígur sem er eitt mesta náttúruundur landsins, íþróttaaðstaða á heimsmælikvarða, flott tónlistarhús, glæsilegt listasafn, Hamraborgina og svo lengi mætti telja. Ásamt öllu þessu og meira til hefur Kópavogur frábæra íbúa sem taka vel á móti gestum og eru lausir við hroka. Kópavogsbær hefur nefnilega alla þá innviði sem þarf, nema hótel til að höfða til ferðamanna. Það liggur því í augum uppi að Kópavogur muni vekja athylgi ferðamanna á komandi árum en þá þarf samt að halda rétt á spilunum. Það þarf að bæta almenningssamgöngur og fara í markvisst markaðsstarf til að kynna Kópavog sem ákjósnlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Hvort það markaðsstarf verði í samvinnu með Höfuðborgarstofu eða ekki verður að vega og meta. Ég tel það best að markaðssetja Kópavog undir nafni Kópavogs en ekki undir sama hatti og Reykjavík. Hamraborgarsvæðið mun njóta góðs af auknum ferðamannastraumi og styrkjast enn frekar sem miðbær Kópavogs. Gísli Marteinn heldur því svo fram í lok erindisins að ferðamenn komi alla þessa leið til Íslands til að sjá og hitta Reykvíkinga, því að Reykvíkingar eru svo kúl. Vissulega eru Reykvíkingar flottir en ég get ekki séð að þeir séu eitthvað athyglisverðari eða flottari en aðrir Íslendingar. Ég bið því til Guðs að Gísli Marteinn lendi á einhverju frábæru hóteli í Kópavogi einn daginn og hann átti sig á því að það er nefnilega virkilega gaman þar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun