Innlent

Hraunið næði yfir allt höfuðborgarsvæðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Flatarmál hraunsins úr gosstöðvunum við Holuhraun samsvarar nú flatarmáli allrar byggðar á höfuðborgarsvæðinu að Mosfellsbæ undanskildum. Í heildina er flatarmál hraunsins 63 ferkílómetrar.

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birti í dag kort af útbreiðslu hraunsins sem unnin eru frá ratsjármyndum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar með TF SIF.

70 Jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn og sá stærsti var 4,8 stig. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofunni segir eldgosið halda dampi.

Mynd/Jarðvísindastofnun
Til samanburðar má sjá útlínur hraunsins frá 19. október fram til gærdagsins.

Mynd/Jarðvísindastofnun
Hér má sjá mynd af flatarmáli hraunsins frá 19. október.


Tengdar fréttir

Hraunið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi

Eldstöðin í Holuhrauni hefur þegar skilað upp úr jörðinni hrauni sem myndi fylla 8.300 til 10.400 Hallgrímskirkjur. Rúmmál hraunsins er metið allt að því 104 milljón rúmmetrum meira en allar byggingar hér á landi.

Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan 13:45 og 16:30 í dag. Gossprungan er um 1,5 kílómetri og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla.

Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur

Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 kílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt að víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×