Hræðsluáróður um ORF Líftækni Eiríkur Sigurðsson skrifar 22. september 2010 06:00 Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum. Umhverfisstofnun veitti ORF Líftækni þriðja leyfið til að rækta erfðabreytt bygg á akri í Gunnarsholti í fyrra einfaldlega vegna þess að það stafar ekki hætta af akuryrkju á erfðabreyttu byggi á Íslandi. Bygg getur ekki æxlast við neinar aðrar plöntur á Íslandi og það er þúsund ára reynsla af því að bygg vex ekki villt hér á landi. Vegið að heiðri vísindamanna Einhverjar umfangsmestu rannsóknir sem farið hafa fram á þessu sviði í heiminum voru gerðar af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands 2005-2007. Niðurstöðurnar sýndu að með þeim aðferðum sem ORF Líftækni notar, m.a. hvað varðar fjarlægð frá öðru byggi, er kerfi fyrirtækisins mjög öruggt. Það er vegið að heiðri vísindamanna með því að halda því fram að það hafi haft áhrif á niðurstöður þeirra að Landbúnaðarháskólinn var lítill hluthafi í fyrirtækinu. Dominique og Sandra gera því skóna að ORF Líftækni brjóti lög því fyrirtækið hafi ekki sótt um svokallað markaðsleyfi. Það rétta er að fyrirtækið hefur ávallt starfað eftir íslenskum lögum og reglum sem gilda um starfsemi þess. Það er mjög skýrt í lögum um erfðabreyttar lífverur að markaðsleyfi á ekki við um starfsemi fyrirtækisins, þar sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins er ekki ætlað til sölu. Það DNA sem notað er í erfðatækni er á engan hátt frábrugðið öðru DNA. Við erum sífellt að borða erfðaefni, það er að finna í öllum lífverum og vörum sem unnar eru úr þeim. Gen okkar breytast ekki við að neyta utanaðkomandi erfðaefnis. Í einu epli eru þúsundir milljarða gena. Samt breytumst við ekki í eplatré við að borða epli. Íslenskar kýr hafa heldur ekki stökkbreyst við að éta fóður úr erfðabreyttu soja sem hefur lengi verið undirstaðan í innfluttu kjarnfóðri. Fjarstæðukenndur málflutningur Náttúran er full af erfðaefni úr hinum ýmsu lífverum og það er fjarstæðukennt að halda því fram að erfðaefni úr plöntum og dýrum mengi grunnvatn og jarðveg. Sömu sögu má segja um fullyrðingar um að neysla dýra á erfðabreyttum afurðum leiði til tjóns á líffærum og að fiskistofnum við Ísland stafi jafnvel hætta af starfsemi ORF Líftækni! Sem dæmi um hversu fjarstæðukenndar slíkar fullyrðingar eru má vitna í vísindagrein sem Sandra fjallar sjálf um í grein sinni (P. Chainark og fleiri 2008. Fisheries Science 74: 380-390). Höfundar greinarinnar notuðu mjög næma aðferð til að greina leifar af DNA úr erfðabreyttu soja í regnbogasilungi sem fékk fóður sem innihélt erfðabreytt soja. Sandra nefnir hins ekki að þegar fiskarnir höfðu fengið óerfðabreytt fóður í fimm daga, var ekki unnt að greina neinar leifar af erfðaefni úr erfðabreyttu soja í þeim. Niðurstaða höfunda er einmitt að erfðaefni úr fóðrinu hafi ekki tekið sér bólfestu í fiskinum, sem er þveröfugt við þá ályktun sem Sandra kýs að draga. Hún gleymir líka að segja frá því að með sömu aðferð fundust merki um erfðaefni úr sojaplöntum í fiskum sem aðeins höfðu fengið fóður með óerfðabreyttu soja. Það heldur því samt vonandi enginn fram í fullri alvöru að dýr sem lifa á plöntum, taki upp gen þeirra og breytist í einhvers konar dýraplöntur. Byggið ekki ætlað til manneldis Það er heldur enginn eðlismunur á próteinum eftir því hvort þau eru mynduð í erfðabreyttum eða óerfðabreyttum lífverum. Þau sérvirku prótein sem ORF Líftækni framleiðir í fræi erfðabreytts byggs er m.a. að finna í öllu kjöti og í mjólk. Í byggfræi hafa þau enga virkni. Erfðabreytt bygg ORF Líftækni er hvorki ætlað til manneldis né fóðurs og þau prótein sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins myndar í fræi, skapa enga hættu í lífríkinu fremur en að fólki stafar hætta af því að neyta fjölbreyttra próteina í nánast allri fæðu. Erfðatæknin er mikilvæg Erfðatæknin býður upp á mikla möguleika, m.a. við að auka matvælaframleiðslu og matvælaöryggi á jörðinni og bjarga mannslífum. Hún er m.a. notuð í nánast öllum læknisfræðilegum rannsóknum og lyfjaþróun í dag og við framleiðslu margs konar matvæla. Erfðatækni er ekki hafin yfir gagnrýni, fremur en önnur tækni. Það er þó eðlilegt að gera þá kröfu að umræður um hagnýtingu hennar fari fram á málefnalegum og vísindalegum forsendum en felist ekki í hræðsluáróðri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum í Fréttablaðinu nýlega gera Dominique Plédel Jónsson og Sandra B. Jónsson enn einu sinni tilraun til að færa andstöðu sína við erfðatækni og starfsemi ORF Líftækni í vísindalegan felubúning og slá ryki í augu almennings með rangfærslum og dylgjum. Umhverfisstofnun veitti ORF Líftækni þriðja leyfið til að rækta erfðabreytt bygg á akri í Gunnarsholti í fyrra einfaldlega vegna þess að það stafar ekki hætta af akuryrkju á erfðabreyttu byggi á Íslandi. Bygg getur ekki æxlast við neinar aðrar plöntur á Íslandi og það er þúsund ára reynsla af því að bygg vex ekki villt hér á landi. Vegið að heiðri vísindamanna Einhverjar umfangsmestu rannsóknir sem farið hafa fram á þessu sviði í heiminum voru gerðar af vísindamönnum við Landbúnaðarháskóla Íslands 2005-2007. Niðurstöðurnar sýndu að með þeim aðferðum sem ORF Líftækni notar, m.a. hvað varðar fjarlægð frá öðru byggi, er kerfi fyrirtækisins mjög öruggt. Það er vegið að heiðri vísindamanna með því að halda því fram að það hafi haft áhrif á niðurstöður þeirra að Landbúnaðarháskólinn var lítill hluthafi í fyrirtækinu. Dominique og Sandra gera því skóna að ORF Líftækni brjóti lög því fyrirtækið hafi ekki sótt um svokallað markaðsleyfi. Það rétta er að fyrirtækið hefur ávallt starfað eftir íslenskum lögum og reglum sem gilda um starfsemi þess. Það er mjög skýrt í lögum um erfðabreyttar lífverur að markaðsleyfi á ekki við um starfsemi fyrirtækisins, þar sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins er ekki ætlað til sölu. Það DNA sem notað er í erfðatækni er á engan hátt frábrugðið öðru DNA. Við erum sífellt að borða erfðaefni, það er að finna í öllum lífverum og vörum sem unnar eru úr þeim. Gen okkar breytast ekki við að neyta utanaðkomandi erfðaefnis. Í einu epli eru þúsundir milljarða gena. Samt breytumst við ekki í eplatré við að borða epli. Íslenskar kýr hafa heldur ekki stökkbreyst við að éta fóður úr erfðabreyttu soja sem hefur lengi verið undirstaðan í innfluttu kjarnfóðri. Fjarstæðukenndur málflutningur Náttúran er full af erfðaefni úr hinum ýmsu lífverum og það er fjarstæðukennt að halda því fram að erfðaefni úr plöntum og dýrum mengi grunnvatn og jarðveg. Sömu sögu má segja um fullyrðingar um að neysla dýra á erfðabreyttum afurðum leiði til tjóns á líffærum og að fiskistofnum við Ísland stafi jafnvel hætta af starfsemi ORF Líftækni! Sem dæmi um hversu fjarstæðukenndar slíkar fullyrðingar eru má vitna í vísindagrein sem Sandra fjallar sjálf um í grein sinni (P. Chainark og fleiri 2008. Fisheries Science 74: 380-390). Höfundar greinarinnar notuðu mjög næma aðferð til að greina leifar af DNA úr erfðabreyttu soja í regnbogasilungi sem fékk fóður sem innihélt erfðabreytt soja. Sandra nefnir hins ekki að þegar fiskarnir höfðu fengið óerfðabreytt fóður í fimm daga, var ekki unnt að greina neinar leifar af erfðaefni úr erfðabreyttu soja í þeim. Niðurstaða höfunda er einmitt að erfðaefni úr fóðrinu hafi ekki tekið sér bólfestu í fiskinum, sem er þveröfugt við þá ályktun sem Sandra kýs að draga. Hún gleymir líka að segja frá því að með sömu aðferð fundust merki um erfðaefni úr sojaplöntum í fiskum sem aðeins höfðu fengið fóður með óerfðabreyttu soja. Það heldur því samt vonandi enginn fram í fullri alvöru að dýr sem lifa á plöntum, taki upp gen þeirra og breytist í einhvers konar dýraplöntur. Byggið ekki ætlað til manneldis Það er heldur enginn eðlismunur á próteinum eftir því hvort þau eru mynduð í erfðabreyttum eða óerfðabreyttum lífverum. Þau sérvirku prótein sem ORF Líftækni framleiðir í fræi erfðabreytts byggs er m.a. að finna í öllu kjöti og í mjólk. Í byggfræi hafa þau enga virkni. Erfðabreytt bygg ORF Líftækni er hvorki ætlað til manneldis né fóðurs og þau prótein sem erfðabreytt bygg fyrirtækisins myndar í fræi, skapa enga hættu í lífríkinu fremur en að fólki stafar hætta af því að neyta fjölbreyttra próteina í nánast allri fæðu. Erfðatæknin er mikilvæg Erfðatæknin býður upp á mikla möguleika, m.a. við að auka matvælaframleiðslu og matvælaöryggi á jörðinni og bjarga mannslífum. Hún er m.a. notuð í nánast öllum læknisfræðilegum rannsóknum og lyfjaþróun í dag og við framleiðslu margs konar matvæla. Erfðatækni er ekki hafin yfir gagnrýni, fremur en önnur tækni. Það er þó eðlilegt að gera þá kröfu að umræður um hagnýtingu hennar fari fram á málefnalegum og vísindalegum forsendum en felist ekki í hræðsluáróðri.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun