Hóteláform standa þótt leyfið hafi verið fellt úr gildi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. desember 2016 07:00 Teikning af hótelinu sem á að byggja. Leyfi fyrir byggingu 59 herbergja hótels við Borgarbraut í Borgarnesi hefur verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarleyfið sé ekki í samræmi við landnotkun gildandi deiliskipulags. Geirlaug Jóhannsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki breyta ákvörðun sveitarstjórnar um bygginguna. „Í þessu ferli hafa komið fram nokkrar kærur og þá er viðbúið að það finnist einhverjir agnúar. Í sjálfu sér hafa íbúar fullan rétt til að leggja fram kærur og við berum fulla virðingu fyrir því. Við sníðum þá vankanta af og höldum okkar striki.“ Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður Borgarlands sem rekur verslunarmiðstöðina Hyrnutorg, segir að stjórnsýsla bæjarins virði hvorki lög né rétt. „Mér sýnist bærinn ekki hafa virt fyrri úrskurði þannig að ég á ekkert sérstaklega von á því að hann virði þennan úrskurð. Síðast þegar þetta var dæmt ógilt, upprunalega byggingarleyfið frá því í október, gáfu þeir út nýtt byggingarleyfi.“ Guðsteinn bætir því við að 194 hafi gert athugasemdir við deiliskipulagið og útgáfu leyfisins í upphafi. „Þannig að það eru allavega 194 ósáttir. Ég held að það verði hins vegar miklu fleiri ósáttir þegar þeir átta sig á því hvers konar bákn þetta er.“ Geirlaug segir sveitarstjórn hafa komið til móts við ýmsar ábendingar íbúa. „Við erum núna í skipulagsferli og erum að gera breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið,“ segir hún og bætir því við að uppbyggingin sé mikilvæg þar sem vöntun sé á húsnæði fyrir íbúa yfir sextugu og að með uppbyggingunni fylgi auknar tekjur fyrir sveitarsjóð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Leyfi fyrir byggingu 59 herbergja hótels við Borgarbraut í Borgarnesi hefur verið afturkallað. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir að byggingarleyfið sé ekki í samræmi við landnotkun gildandi deiliskipulags. Geirlaug Jóhannsdóttir, formaður byggðarráðs Borgarbyggðar, segir úrskurðinn ekki breyta ákvörðun sveitarstjórnar um bygginguna. „Í þessu ferli hafa komið fram nokkrar kærur og þá er viðbúið að það finnist einhverjir agnúar. Í sjálfu sér hafa íbúar fullan rétt til að leggja fram kærur og við berum fulla virðingu fyrir því. Við sníðum þá vankanta af og höldum okkar striki.“ Guðsteinn Einarsson, stjórnarformaður Borgarlands sem rekur verslunarmiðstöðina Hyrnutorg, segir að stjórnsýsla bæjarins virði hvorki lög né rétt. „Mér sýnist bærinn ekki hafa virt fyrri úrskurði þannig að ég á ekkert sérstaklega von á því að hann virði þennan úrskurð. Síðast þegar þetta var dæmt ógilt, upprunalega byggingarleyfið frá því í október, gáfu þeir út nýtt byggingarleyfi.“ Guðsteinn bætir því við að 194 hafi gert athugasemdir við deiliskipulagið og útgáfu leyfisins í upphafi. „Þannig að það eru allavega 194 ósáttir. Ég held að það verði hins vegar miklu fleiri ósáttir þegar þeir átta sig á því hvers konar bákn þetta er.“ Geirlaug segir sveitarstjórn hafa komið til móts við ýmsar ábendingar íbúa. „Við erum núna í skipulagsferli og erum að gera breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi til þess að þetta geti orðið,“ segir hún og bætir því við að uppbyggingin sé mikilvæg þar sem vöntun sé á húsnæði fyrir íbúa yfir sextugu og að með uppbyggingunni fylgi auknar tekjur fyrir sveitarsjóð.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira