Horst Gorda mátti þola niðurlægingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. október 2013 07:00 Horst Gorda fannst látinn á Klambratúni á föstudaginn fyrir viku. Lögreglan hefur gefið upp að dánarorsök liggi ekki fyrir en ekki leiki grunur á að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. fréttablaðið/gva „Horst var ekki vonlaus fíkill og hann hafði ekki brennt allar brýr að baki sér. En hann hafði gefist upp, langþreyttur af baráttu sinni fyrir mannsæmandi lífi, viðkvæm sál með stórt hjarta, og stolt, sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að láta sér lynda niðurlægingu fólks sem lék sér að því að kalla hann „hana“ og ávarpa í erfiðum aðstæðum með hans fyrra nafni.“ Svo skrifar Arnaldur Máni Finnsson í minningarorðum um Horst Gorda á Facebook, en Arnaldur er áhugamaður um málefni utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík. Dagana áður en Horst dó var hann á götunni en hann hafði verið edrú í tæpt ár. Hann fór í meðferð í september 2012 og bjó á áfangaheimilum þangað til honum var vísað út um miðjan september síðastliðinn því hann var byrjaður að drekka. Hann hafði fengið vilyrði hjá lögreglunni um að mega sofa í fangageymslu kvöldið áður en hann dó en mætti ekki og fannst látinn undir morgun á Klambratúni í síðustu viku. Þegar Horst, sem var frá Lettlandi, flutti til Íslands árið 2005 var hann kona og bar nafnið Iveta. Árið 2009 hóf hann kynleiðréttingarferli, fór í hormónameðferð og fyrir tveimur árum voru brjóst hans fjarlægð. Það sem olli honum helst vandræðum síðustu tvö árin var að geta ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá og fengið þannig lögbundna viðurkenningu á kyni sínu. Í minningarorðum Arnaldar segir jafnframt að nafnbreytingin hafi valdið honum ýmsum vandamálum. „Hann gat ekki sótt um vinnu því í þjóðskrá var hann kona. Hann gat ekki kynnt sig fyrir vinum sínum, ekki farið í sund eða skemmt sér við að deila lífi sínu og reynslu, til að mynda í því samfélagi þar sem hann vann í að losna undan áfengisvandanum. Hann gat ekki leigt sér íbúð vegna misræmisins á milli þess sem hann var og þess sem skilríkin sögðu.“Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78Horst Gorda gat ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá fyrr en hann væri kominn með íslenskan ríkisborgararétt því að í Lettlandi var hann skráður sem konan Iveta. Ekki er hægt að vera skráður með hvort sitt kynið í tveimur löndum. Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78, segir að bæta þurfi verklagsreglur í kynleiðréttingarferli. „Það er varhugavert að leyfa manni með erlent ríkisfang að fara í kynleiðréttingarferli án þess að rétturinn til nafnabreytingar sé tryggður. Ef ríkisborgararéttur er skilyrði fyrir nafnabreytingu þá þarf að skoða hvort íslenskur ríkisborgararéttur ætti að vera skilyrði til að hefja ferlið,“ segir Elísabet. Óttar Guðmundsson„Þetta var flókið og erfitt mál því einstaklingurinn var erlendur ríkisborgari,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir á Landspítalanum, en Horst var skjólstæðingur hans. „Ég margreyndi að finna flöt til að breyta nafni Horsts en það var enga leið að finna í kringum kerfið. Því miður var ekki hægt að sjá fyrir að þetta vandamál kæmi upp þegar kynleiðréttingarferlið hófst.“ Óttar segir að í lögum sé miðað við tveggja ára búsetu á Íslandi til að hafa rétt á kynleiðréttingarferli. Aftur á móti er til dæmis í Svíþjóð skilyrði að hafa sænskan ríkisborgararétt. Óttar er ekki sammála þeirri gagnrýni að ekki hefði átt að hleypa Horst í kynleiðréttingarferli. „Það hefði verið æskilegra ef hann hefði haft betra stuðningsnet í kringum sig en ég er sannfærður um að honum leið betur sem karlmanni en nokkru sinni sem kona,“ segir Óttar. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Horst var ekki vonlaus fíkill og hann hafði ekki brennt allar brýr að baki sér. En hann hafði gefist upp, langþreyttur af baráttu sinni fyrir mannsæmandi lífi, viðkvæm sál með stórt hjarta, og stolt, sem gerði það að verkum að hann átti erfitt með að láta sér lynda niðurlægingu fólks sem lék sér að því að kalla hann „hana“ og ávarpa í erfiðum aðstæðum með hans fyrra nafni.“ Svo skrifar Arnaldur Máni Finnsson í minningarorðum um Horst Gorda á Facebook, en Arnaldur er áhugamaður um málefni utangarðsfólks og fíkla í Reykjavík. Dagana áður en Horst dó var hann á götunni en hann hafði verið edrú í tæpt ár. Hann fór í meðferð í september 2012 og bjó á áfangaheimilum þangað til honum var vísað út um miðjan september síðastliðinn því hann var byrjaður að drekka. Hann hafði fengið vilyrði hjá lögreglunni um að mega sofa í fangageymslu kvöldið áður en hann dó en mætti ekki og fannst látinn undir morgun á Klambratúni í síðustu viku. Þegar Horst, sem var frá Lettlandi, flutti til Íslands árið 2005 var hann kona og bar nafnið Iveta. Árið 2009 hóf hann kynleiðréttingarferli, fór í hormónameðferð og fyrir tveimur árum voru brjóst hans fjarlægð. Það sem olli honum helst vandræðum síðustu tvö árin var að geta ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá og fengið þannig lögbundna viðurkenningu á kyni sínu. Í minningarorðum Arnaldar segir jafnframt að nafnbreytingin hafi valdið honum ýmsum vandamálum. „Hann gat ekki sótt um vinnu því í þjóðskrá var hann kona. Hann gat ekki kynnt sig fyrir vinum sínum, ekki farið í sund eða skemmt sér við að deila lífi sínu og reynslu, til að mynda í því samfélagi þar sem hann vann í að losna undan áfengisvandanum. Hann gat ekki leigt sér íbúð vegna misræmisins á milli þess sem hann var og þess sem skilríkin sögðu.“Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78Horst Gorda gat ekki breytt nafni sínu í þjóðskrá fyrr en hann væri kominn með íslenskan ríkisborgararétt því að í Lettlandi var hann skráður sem konan Iveta. Ekki er hægt að vera skráður með hvort sitt kynið í tveimur löndum. Elísabet Þorgeirsdóttir, félagsráðgjafi Samtakanna "78, segir að bæta þurfi verklagsreglur í kynleiðréttingarferli. „Það er varhugavert að leyfa manni með erlent ríkisfang að fara í kynleiðréttingarferli án þess að rétturinn til nafnabreytingar sé tryggður. Ef ríkisborgararéttur er skilyrði fyrir nafnabreytingu þá þarf að skoða hvort íslenskur ríkisborgararéttur ætti að vera skilyrði til að hefja ferlið,“ segir Elísabet. Óttar Guðmundsson„Þetta var flókið og erfitt mál því einstaklingurinn var erlendur ríkisborgari,“ segir Óttar Guðmundsson, geðlæknir á Landspítalanum, en Horst var skjólstæðingur hans. „Ég margreyndi að finna flöt til að breyta nafni Horsts en það var enga leið að finna í kringum kerfið. Því miður var ekki hægt að sjá fyrir að þetta vandamál kæmi upp þegar kynleiðréttingarferlið hófst.“ Óttar segir að í lögum sé miðað við tveggja ára búsetu á Íslandi til að hafa rétt á kynleiðréttingarferli. Aftur á móti er til dæmis í Svíþjóð skilyrði að hafa sænskan ríkisborgararétt. Óttar er ekki sammála þeirri gagnrýni að ekki hefði átt að hleypa Horst í kynleiðréttingarferli. „Það hefði verið æskilegra ef hann hefði haft betra stuðningsnet í kringum sig en ég er sannfærður um að honum leið betur sem karlmanni en nokkru sinni sem kona,“ segir Óttar.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira