Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna Belinda Theriault skrifar 21. júní 2012 06:00 Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun