Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna Belinda Theriault skrifar 21. júní 2012 06:00 Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun