Enski boltinn

Hörður Björgvin hafði betur gegn Eggerti | Utandeildarlið áfram í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon og félagar fögnuðu sigri í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon og félagar fögnuðu sigri í kvöld. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í enska B-deildarliðinu Bristol City komust áfram í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld þegar liðið lagði Eggert Gunnþór Jónsson og hans menn í Fleetwood Town, 1-0.

Fleetwood, sem leikur deild neðar, náði jafntefli í fyrri leiknum og tryggði sér annan leik á heimavelli. Þar höfðu Hörður og félagar sigur en þeir mæta Jóhanni Berg Guðmundssyni og hans mönnum í Burnley í næstu umferð.

Jóhann Berg var ekki í liði Burnley í kvöld sem vann Sunderland, 2-0, í úrvalsdeildarslag. Crystal Palace komst áfram með 2-1 sigur á Bolton.

Tvö utandeildarlið komust áfram í kvöld. Sutton lagði AFC Wimbledon, 3-1, en Lincoln gerði enn betur og vann B-deildarlið Ipswich, 1-0, á heimavelli. Mick McCarthy, stjóri Ipswich, ekki vinsælasti maðurinn hjá stuðningsmönnum liðsins í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×