Erlent

Hoppukastali tók á loft í skýstróki

Samúel Karl Ólason skrifar
Kastalinn fauk hátt í loftið.
Kastalinn fauk hátt í loftið.
Þrjú börn slösuðust þegar hoppukastali sem þau voru í tók á loft í skýstróki. Eitt barnanna slasaðist meira en hin en var þó í stöðugu ástandi. Kastalinn fór á háaloft, fauk yfir bílastæði og lenti á fjölförnum vegi. Börnin féllu þó úr kastalanum og lentu í sandi.

Á myndbandi sem náðist af atkvikinu má heyra að fólk hlær í fyrstu þegar skýstrókurinn nær landi og jafnvel er fólk enn hlæjandi þegar kastalinn fýkur af stað.

Posted by Brandon Burchett on Monday, May 25, 2015
Foreldrar sem WSVN ræddi við giska á að börnin hafi fallið úr kastalanum í um sjö metra hæð. Í gær var almennur frídagur í Bandaríkjunum og því var fjöldi manns á ströndinni. Hoppukastalinn var þar á vegum yfirvalda í Fort Lauderdale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×