Hollywood-stjörnur fletta ofan af olíuleitarfyrirtækjum á Íslandsmiðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2015 10:30 Alexander Skarsgård hefur áður sótt Ísland heim og skellti sér meðal annars í Vesturbæjarlaugina í maí. Vísir/Getty Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder. Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Leikararnir Alexander Skarsgård og Jack McBrayer ásamt Andy Bichlbaum úr The Yes Men eru um borð í Arctic Sunrise, ísbrjóti Greenpeace, sem væntanlegur er til Reykjavíkur í kvöld. Skipið kom siglandi til Íslands frá Grænlandi á sunnudag og kastaði akkerum út af Arnarstapa laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um ferðalag Arctic Sunrise og tilgang ferðarinnar. Skipverjar hafa verið við Grænland þar sem þeir hafa skráð og flett ofan af framferði olíuleitarfyrirtækja sem notast við gríðarlega öflugar loftbyssur til að framkalla hljóðbylgjur til að leita að olíu og gasi djúpt undir sjávarbotninum.STARS IN THE ARCTIC! True Blood fan? 30 Rock fan? Yes Men fan? THEY'RE ALL HERE on the @gp_sunrise pic.twitter.com/Rw1Zr6y0Kk— Save The Arctic (@savethearctic) September 14, 2015 Jack McBrayer er sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 RockVísir/GettySkipið og áhöfn þess hefur tekið þátt í ýmsum aðgerðum úti um allan heim undanfarin ár. Náðu aðgerðirnar líklega hámarki haustið 2013 þegar Rússar handtóku skipverjana og kyrrsettu skipið í Múrmansk. Var verið að mótmæla borun Rússa eftir gasi á Barentshafi. Þrjátíu skipverjar sátu inni í um tvo mánuði í Rússlandi og sættu ákæru fyrir sjórán eftir að nokkrir þeirra reyndu að klifra um borð í rússneskan olíuborpall. Tæpt ár er síðan skipinu var skilað. Arctic Sunrise heldur úti Twitter-síðu og í gær var greint frá því að kvikmyndastjörnur væru um borð í skipinu og fólk hvatt til að giska um hverja ræddi. Í morgun var svo upplýst að um fyrrnefndar Hollywood-stjörnur væri að ræða.Svíinn Alexander Skarsgård er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Blood. Þá lék hann Meekus í kvikmyndinni Zoolander. Hann er sonur leikarans Stellan Skarsgård. Alexander hefur verið með annan fótinn á Íslandi undanfarin ár og meðal annars gengið á Hornströndum.Jack McBrayer er bandarískur leikari sem þekktastur er sem Kenneth Parcell í sjónvarpsþáttunum 30 Rock en hann hefur meðal annars verið tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir frammistöðu sína. Þá leikur hann í The Jack and Triumph Show, The Middle og Wander Over Yonder.
Tengdar fréttir Skarsgård verður Tarzan Leikur á móti Margot Robbie. 12. febrúar 2014 21:00 Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00 Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56 Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24 Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Vilja banna hljóðsprengjur við olíuleit Opið hús verður í Arctic Sunrise, ísbrjót Greenpeace-samtakanna, í Reykjavíkurhöfn á föstudaginn kemur. Skipið hefur hér viðkomu á leið sinni úr rannsóknarleiðangri við Grænland til heimahafnar í Hollandi. 15. september 2015 07:00
Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. 19. maí 2015 20:56
Skarsgård á Laugaveginum í "túristalegri útivistarpeysu“ Sænski hjartaknúsarinn er kominn hingað til lands. 19. júlí 2013 21:24