Lífið

Höfundar hittust

Freyr Bjarnason skrifar
Rán Flygenring hitti Stefán og Höskuld í gær.
Rán Flygenring hitti Stefán og Höskuld í gær.
Bók Stefáns Pálssonar og Höskuldar Sæmundssonar um 120 bjórtegundir var mest selda bók landsins um mat og drykk fyrir jólin.

Útgefandinn Crymogea prentaði hana samanlagt í sex þúsund eintökum. Teiknarinn Rán Flygenring á stóran þátt í bókinni. Hún býr í Ósló og hitti þá Stefán og Höskuld aldrei á meðan bókin var skrifuð.

Hún er stödd á Íslandi í jólafríi og ákvað þríeykið því að hittast loksins í gær. Þrátt fyrir að Rán sé lítið fyrir bjór má telja líklegt að þau hafi látið renna í bjórkollu til að skála fyrir fundinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×