Erlent

Höfuðpaur fíknefnahrings handtekinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hector Beltram. Sjö milljónir bandaríkjadala voru settar honum til höfuðs.
Hector Beltram. Sjö milljónir bandaríkjadala voru settar honum til höfuðs.
Mexíkóski herinn hafði í gær hendur í hári eins illræmdasta eiturlyfjabaróns landsins, Hector Beltram Leyva, á fjölförnum ferðamannastað í landinu.

Herinn hefur verið á hælum hans í hartnær ellefu mánuði en allt að sjö milljónir bandaríkjadala voru settar honum til höfuðs. Eiturlyfjahringur Beltram Leyva, sem nefndur var í höfuðið á foringjanum hefur í gegnum árin verið einn sá alræmdasti í landi þar sem segja má að borgarastríð hafi geisað sökum mikilla umsvifa glæpaklíka sem stjórna eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna. Hector komst til æðstu metorða í klíkunni árið 2009 eftir að bróðir hans var felldur í árás hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×