Erlent

Hóf skothríð í kvikmyndahúsi

Árásarmaðurinn framdi sjálfsmorð.
Árásarmaðurinn framdi sjálfsmorð. Fréttablaðið/AFP
Tvær konur létu lífið í skotárás í kvikmyndahúsi í bænum Lafayette í Lousiana í Bandaríkjunum á fimmtudag.

Árásarmaðurinn, John Russel Houser, hafði keypt miða á grínmyndina Trainwreck. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af myndinni hóf hann skothríð í salnum með þeim afleiðingum að tvær konur létust.

Ef ekki hefði verið fyrir einn áhorfandanna sem setti brunabjöllu í gang hefði Houser eflaust getað valdið meiri skaða. Lögregla var afar fljót að bregðast við en fyrstu lögregluþjónar voru mættir á staðinn einungis mínútu eftir að brunabjallan fór af stað.

Þegar Houser sá að honum yrði ekki undankomu auðið beindi hann byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×