Enski boltinn

Hneyksli ef við sendum ekki okkar besta lið

Raheem Sterling.
Raheem Sterling. vísir/getty
Sparkspekingurinn Gary Lineker hefur tröllatrú á enska U-21 árs liðinu á lokakeppni EM í sumar.

Ensku strákarnir sýndu í gær að það er ýmislegt í þá spunnið er þeir skelltu Þjóðverjum, 3-2.

Lineker segir að England eigi að senda sitt sterkasta lið á mótið og þar með talið leikmenn í A-landsliðinu sem eru enn löglegir í U-21 árs liðið.

„Stórmótareynsla er gríðarlega mikilvæg og við VERÐUM að senda okkar besta lið. Annað væri hneyksli," skrifaði Lineker á Twitter.

Þar er hann að tala um leikmenn eins og Harry Kane og Raheem Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×