Handbolti

HM í dag: Risaleikur á fótboltavellinum

Það er leikdagur hjá strákunum okkar á HM og það þýðir að HM í dag er á dagskrá á Vísi.

Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson kíktu á hið glæsilega mannvirki sem völlurinn fer fram á og umgjörðin verður ólík því sem flestir strákanna þekkja.

Það er allt eða ekkert í dag og frábært tækifæri fyrir íslenska liðið að sýna sig og sanna á ekki bara stóra sviðinu heldur því stærsta í dag.

Leikurinn hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Þáttinn má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Allt undir á stærsta sviði í sögu HM

Það verður væntanlega sett áhorfendamet þegar Ísland spilar við Frakkland í 16-liða úrslitum á HM. Leikurinn fer fram á knattspyrnuleikvangi sem er búið að breyta í handboltahöll. Von er á um 28.000 manns.

Þeir verja hann ekki uppi frá Rúnari Kára

Rúnar Kárason hefur átt mörg þrumuskotin á HM í handbolta en íslenska landsliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með jafntefli á móti Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

Aron Rafn veikur | Allir aðrir æfa

Strákarnir okkar eru nú á leið á æfingu á fótboltavellinum glæsilega Stade Pierre-Mauroy en það verður mikil upplifun fyrir þá að koma þangað inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×