Handbolti

HM í dag: Hitað upp fyrir leikinn gegn Angóla

Leikdagur fjögur hjá strákunum okkar á HM og við hitum upp með HM í dag.

Angóla bíður strákanna okkar í dag en sá leikur er skyldusigur. Angóla með áberandi slakasta liðið í riðlinum og hefur tapað öllum sínum leikjum stórt.

Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson skelltu sér niður á viðtalasvæðið í höllinni í Metz eftir leik Slóveníu og Makedóníu í gær og spáðu í spilin.

Leikur Íslands og Angóla hefst klukkan 19.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×