LAUGARDAGUR 12. JÚLÍ NÝJAST 13:31

Hrikalegt ástand á Gasaströndinni

FRÉTTIR

Hlýnun jarđar hamlar framförum

Erlent
kl 13:37, 06. nóvember 2011
Hlýnun jarđar hamlar framförum
MYND/AFP
Hlýnun jarđar hamlar framförum
MYND/FRÉTTABLAĐIĐ

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar.
Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.

Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.

Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina.


"Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."

Framfarir

Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á.

Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans.

"Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."

Misskipting

Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum.

Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar.

Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum.

"Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður."


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Erlent 12. júl. 2014 13:31

Hrikalegt ástand á Gasaströndinni

Sextán Palestínumenn hiđ minnsta féllu í loftárásum Ísraelshers í nótt og hafa nú utanríkisráđherrar arabaríkja ákveđiđ ađ bođa til fundar vegna deilunnar milli Ísraelsstjórnar og Hamas á Gasaströndin... Meira
Erlent 12. júl. 2014 11:00

Seldu fjögur ţúsund ára egypska styttu fyrir milljarđa

Sveitarstjórn Northampton á Englandi seldi fjögur ţúsund ára gamla egypska styttu fyrir ţrjá milljarđa íslenskra króna. Meira
Erlent 12. júl. 2014 10:27

Tommy Ramone látinn

Tommy Ramone, trommari bandarísku pönksveitarinnar The Ramones, lést á sjúkrahúsi í New York í gćr 62 ára ađ aldri. Meira
Erlent 12. júl. 2014 10:00

Barist um rússnesku landamćrin

Uppreisnarmenn í Úkraínu skutu í gćr flugskeytum á úkraínska hermenn í Austur-Úkraínu ţar sem nítján féllu. Meira
Erlent 11. júl. 2014 23:03

Evrópuríki verđa ađ taka á móti fleiri sýrlenskum flóttamönnum

Ríki Evrópu verđa ađ ađstođa grannríki Sýrlands og taka á móti fleiri flóttamönnum ađ sögn talsmanns Flóttamannastofnunar SŢ. Meira
Erlent 11. júl. 2014 20:00

Ástandiđ á Gaza: "Ég er mjög ánćgđ ađ ég komst í burtu“

Ófremdarástand ríkir á Gazasvćđinu og engin lausn virđist vera í sjónmáli. Ţetta segir Íslendingur sem starfar í Jerúsalem, en yfir hundrađ manns hafa nú falliđ í árásum Ísraelshers og á sjöunda hundr... Meira
Erlent 11. júl. 2014 17:05

Kúrdar hertaka olíulindir í Írak

Mikil spenna er á svćđinu og ţingmenn Kúrda hafa yfirgefiđ ţing landsins. Meira
Erlent 11. júl. 2014 15:52

Varađ viđ öryggisgöllum í snjallsímum

Sérfrćđingar í gagnaöryggi vara nú viđ ţví ađ verksmiđjustillingar á Android-snjallsímum eyđi gögnum ekki algerlega. Öryggissérfrćđingum tókst ađ endurheimta mikiđ magn gagna sem eytt hafđi veriđ úr s... Meira
Erlent 11. júl. 2014 15:36

Prumpulykt getur komiđ í veg fyrir sjúkdóma

"Brennisteinsvetniđ er ţekkt fyrir sína vondu lykt. En ţađ er náttúrlegt – eitthvađ sem líkaminn framleiđir,“ segir Dr. Mark Wood, í fréttatilkynningu frá Exeter skólanum. Hann segir ađ br... Meira
Erlent 11. júl. 2014 13:49

Sjö slasađir í nautahlaupinu í Pamplóna

Sjö manns eru slasađir eftir fimmta dag nautahlaupsins í spćnsku borginni Pamplóna sem fram fór í morgun. Meira
Erlent 11. júl. 2014 08:00

Ţrýst á Rússa ađ stöđa vopnaflutning yfir landamćrin

Ţjóđverjar og Frakkar ţrýsta nú á Rússar komi í veg afyrir ađ vopn berist yfir rússnesku landamćrin til uppreisnarmanna í Úkraínu. Meira
Erlent 11. júl. 2014 07:58

Vantar nöfn á nýjar reikistjörnur

Nöfnin OGLE-05-390l B eđa KIC 124 546 13 b ţykja ekki lengur bođleg. Meira
Erlent 11. júl. 2014 07:25

Stúlka svo gott sem lćknađist af eyđni

Stúlkan hafđi ekki tekiđ lyf í tvö ár og ţótti áfanginn marka kaflaskil í baráttunni viđ eyđni, en nú er komiđ bakslag í bataferliđ. Meira
Erlent 11. júl. 2014 07:00

Konur og börn falla í loftárásum

Ban Ki-moon, ađalritari Sameinuđu ţjóđanna, segir ađ leita verđi allra leiđa til ađ koma á vopnahléi. Meira
Erlent 11. júl. 2014 06:57

Obama vill stilla til friđar

Rúmlega níutíu hafa falliđ í ađgerđum Ísraelshers á Gaza síđustu daga. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael. Meira
Erlent 10. júl. 2014 23:22

Myrti tengdafjölskyldu sína vegna deilna

Sex manns féllu fyrir hendi Ronald Lee Haskell, ţrjátíu og ţriggja ára karlmanns í Texas í gćrkvöld. Fyrrum mágkona hans, eiginmađur hennar og fjögur börn ţeirra á aldrinum fjögurra til fjórtán ára vo... Meira
Erlent 10. júl. 2014 21:39

"Ástandiđ er skelfilegt“

Sveinn Rúnar Hauksson lćknir og formađur Ísland-Palestína segir ástandiđ skelfilegt. Hann telur árásirnar beinast gegn óbreyttum borgurum til ađ vekja skelfingu og ótta og lýsir árásum Ísraelsmanna se... Meira
Erlent 10. júl. 2014 16:46

Lögreglumađur skaut árásargjarna skjaldböku til bana

Mađurinn segist hafa veriđ ađ slaka á heimili sínu ţegar hinn harđskeljađi árásarmađur veittist ađ honum. Meira
Erlent 10. júl. 2014 16:28

Dönsk gleraugu Hollande fá Frakka til ađ sjá rautt

Franskir gleraugnaframleiđendur eru allt annađ en ánćgđir međ ađ forseti landsins skuli skarta nýjum gleraugum sem hönnuđ eru af Dana. Meira
Erlent 10. júl. 2014 15:57

15 ára stúlka kom í veg fyrir fleiri morđ

Mađurinn sem myrti sex manns í smábćnum Spring í Texas í gćr ćtlađi sér ađ drepa fleiri fjölskyldumeđlimi. 15 ára sćrđ stúlka kom í veg fyrir ađ fleiri létu lífiđ. Meira
Erlent 10. júl. 2014 15:09

Vćndiskona ákćrđ fyrir ađ drepa yfirmann hjá Google međ heróíni

Konan kom manninum ekki til bjargar er hann lá í dauđaslitrunum á gólfi snekkju sinnar. Meira
Erlent 10. júl. 2014 14:48

Ţjóđverjar vísa starfsmanni CIA úr landi

Ţýsk yfirvöld hafa ákveđiđ ađ vísa starfsmanni bandarísku leyniţjónustunnar úr landi vegna tveggja njósnamála sem nú eru til rannsóknar. Meira
Erlent 10. júl. 2014 13:00

Milljón manns lögđu niđur vinnu í Bretlandi

Rúmlega milljón opinberra starfsmanna víđs vegar í Bretlandi lögđu niđur vinnu í dag til ađ mótmćla sparnađaráćtlun stjórnvalda. Meira
Erlent 10. júl. 2014 11:31

Norđur-Kórea kvartar til SŢ vegna nýjustu myndar Rogen og Franco

Sendiherra Norđur-Kóreu hjá Sameinuđu ţjóđunum hefur lagt inn formlega kvörtun til ađalritara Sameinuđu ţjóđanna vegna vćntanlegrar kvikmyndar međ ţeim Seth Rogen og James Franco í ađalhlutverki. Meira
Erlent 10. júl. 2014 10:48

Netanyahu segir vopnahlé ekki vera á dagskrá

Forsćtisráđherra Ísraels segir vopnahlé ekki vera á dagskrá er hann fundađi međ utanríkis-og varnarmálanefnd ísraelska ţingsins. Linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasaströndina hafa stađiđ yfir síđ... Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Hlýnun jarđar hamlar framförum
Fara efst