ŢRIĐJUDAGUR 16. SEPTEMBER NÝJAST 15:19

Hafa landađ rúmlega ţrjú ţúsund tonnum af makríl

VIĐSKIPTI

Hlýnun jarđar hamlar framförum

Erlent
kl 13:37, 06. nóvember 2011
Hlýnun jarđar hamlar framförum
MYND/AFP
Hlýnun jarđar hamlar framförum
MYND/FRÉTTABLAĐIĐ

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér hina árlegu þróunarskýrslu, sem að venju er mikill fróðleiksbrunnur um ástand og lífskjör í löndum heims. Umhverfismál eru meginviðfangsefni skýrslunnar í ár. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér innihald hennar.
Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.

Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim," segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.

Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina.


"Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur," segir Malik, "en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar væri Ísland í 25. sæti."

Framfarir

Skýrslan sýnir að verulegar framfarir hafa orðið í öllum heimshlutum síðustu áratugina. Framfarirnar hafa hlutfallslega verið hraðastar í fátækari löndunum, en á því kann að verða breyting í nánustu framtíð vegna loftslagsbreytinga, sem erfiðlega hefur gengið að ná tökum á.

Neikvæð áhrif loftslagsbreytinga bitna frekar á fátækari löndunum, þar sem fólk er viðkvæmara fyrir öllum áföllum. Þó eru það ekki þessi lönd, heldur hin auðugri, sem eru stórtækust í losun gróðurhúsalofttegunda.

Í skýrslunni er athyglinni sérstaklega beint að þeirri ósanngirni, sem í þessu felst. Einnig er horft til framtíðar og athyglinni beint að þeirri ósanngirni, að seinni tíma kynslóðir þurfi að þola afleiðingarnar af óhófsneyslu samtímans.

"Meginboðskapur skýrslunnar er held ég sá, að sanngirni og sjálfbærni séu nátengd fyrirbæri," segir Malik, sem kynnti skýrslu ársins á hádegisfundi í Norræna húsinu í gær. "Til þessa hefur oftast verið fjallað um þetta hvort í sínu lagi, en skýrslan færir sterk rök fyrir því að sjálfbærni sé ekki möguleg nema með því að takast á við misskiptingu gæða og mismunun fólks. Það þarf að líta á þessi mál, ekki bara sem þjóðfélagsmál heldur beinlínis til þess að tryggja sjálfbærni í framtíðinni."

Misskipting

Lífskjaramælikvarði skýrslunnar hefur síðustu árin verið leiðréttur sér staklega með tilliti til mismununar og misskiptingar gæða í löndum heims. Þar kemur í ljós að mismunun og misskipting dregur verulega úr lífsgæðum, en misjafnlega mikið eftir löndum.

Ef öllum gæðum væri skipt jafnt á milli íbúa hvers lands myndi staða þess lands á lífskjaralistanum vera óbreytt, en þegar tillit er tekið til misskiptingar breytist röðin töluvert, eins og sjá má dæmi um í súluritinu hér til hliðar.

Í skýrslunni er meðal annars bent á það, að hættan á meiðslum eða dauða af völdum flóða, fárviðris eða skriðufalla er meiri meðal barna, kvenna og aldraðra, einkum í fátækari löndum.

"Samt er ástæða til bjartsýni," segir í skýrslunni. "Að mörgu leyti eru aðstæðurnar í dag hentugri fyrir framfarir en nokkru sinni áður."


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Erlent 16. sep. 2014 14:25

Kastađi sér niđur í krókódílagryfju

Taílensk kona fyrirfór sér međ ţví ađ stökkva ofan í krókódílagryfju á dýragarđi nćrri höfuđborginni Bangkok á föstudaginn. Meira
Erlent 16. sep. 2014 13:31

Heita Skotum auknum völdum

Sjálfstćđissinnar segja bođ leiđtoga stćrstu flokkanna vera móđgun og spyrja um ástćđu ţess hví svo langan tíma hafi tekiđ ađ koma međ slíkt bođ. Meira
Erlent 16. sep. 2014 12:48

Afi skaut barnsföđur dóttur sinnar

Mađurinn sem lést í skotárásinni í dómshúsi í Kaupmannahöfn í morgun var lögmađur, en skilnađar- og umgegnismál var tekiđ fyrir ţegar árásin var gerđ. Fađir barns sćrđist lífshćttulega. Meira
Erlent 16. sep. 2014 11:23

Ađskilnađarsinnar fá sjálfsstjórn og sakaruppgjöf

Samkvćmt nýjum lögum úkraínska ţingsins verđur liđsmönnum ađskilnađarsinna veitt almenn sakaruppgjöf. Meira
Erlent 16. sep. 2014 09:57

Mađur lést í skotárás í miđborg Kaupmannahafnar

Einn mađur lést og annar sćrđist í skotárás í dómshúsinu viđ Ráđhústorgiđ í Kaupmannahöfn í morgun. Meira
Erlent 16. sep. 2014 08:24

1500 ţurfa ađ yfirgefa heimili sín vegna skógarelda

Miklir ţurrkar hafa veriđ á svćđinu og vindur mikill sem ţýđir ađ eldsmatur er mikill. Meira
Erlent 16. sep. 2014 08:01

Bandarískir hermenn til Afríku til ađ berjast viđ ebólu

Barack Obama Bandaríkjaforseti mun síđar í dag tilkynna um ađgerđir af hálfu bandaríkjastjórnar sem miđa ađ ţví ađ berjast viđ útbreiđslu ebóluveirunnar í vestur Afríku. Meira
Erlent 16. sep. 2014 07:43

Breskir ferđamenn myrtir í Taílandi

Búiđ er ađ yfirheyra tvo vegna málsins. Meira
Erlent 16. sep. 2014 07:30

Gerđu loftárásir á vígamenn í Írak

Bandaríkjamenn hafa síđustu tvo daga gert harđar loftárásir á bćkistöđvar Hins íslamska ríkis í Írak nálćgt Sinjar fjalli suđvestur af höfuđborginni Bagdad. Ţetta eru fyrstu árásirnar sem gerđar eru e... Meira
Erlent 16. sep. 2014 07:30

Kynslóđabil međal skoskra kjósenda

Yngri kynslóđin vill sjálfstćđi miklu fremur en ţeir sem eldri eru. Meira
Erlent 16. sep. 2014 07:00

Erfitt ađ ráđa niđurlögum eldanna

Sex slökkviliđsmenn hafa meiđst lítillega viđ ađ reyna ađ ráđa niđurlögum eldsins, flestir í tengslum viđ örmögnun vegna ofhitnunar. Meira
Erlent 16. sep. 2014 07:00

Útlendingahrćđslan virkar

Leiđtogar Svíţjóđardemókrata ala á útlendingahrćđslu ţrátt fyrir ađ hafa á seinni árum reynt ađ skapa flokknum jákvćđa ímynd. Meira
Erlent 15. sep. 2014 19:57

Hefur fengiđ leyfi fyrir líknardrápi

Mađur sem situr í lífstíđarfangelsi hefur fengiđ heimild til líknardráps, en hann segir ađ honum verđi aldrei hleypt úr fangelsi. Meira
Erlent 15. sep. 2014 16:34

Um 500 drukknuđu undan strönd Möltu

Tveir Palestínumenn sem komust lífs af segja smyglara hafa sökkt bátnum vísvitandi. Meira
Erlent 15. sep. 2014 15:06

Standa saman í baráttunni gegn IS

Öllum ráđum verđur beitt gegn samtökunum sem ráđa nú yfir stórum landsvćđum í bćđi Írak og Sýrlandi. Meira
Erlent 15. sep. 2014 14:21

Braut kynferđislega gegn krabbameinssjúkum börnum

Breskur lćknir hefur viđurkennt ađ hafa brotiđ kynferđislega gegn ungum drengjum sem voru í međferđ hjá honum. Meira
Erlent 15. sep. 2014 14:19

Jarđskjálfti í sćnsku Dölunum

Jarđskjálfti mćldist upp á 4 stig í Dölunum í Svíţjóđ upp úr klukkan 13 í dag. Meira
Erlent 15. sep. 2014 13:39

Reykjavík međ öruggustu borgum heims

"Ef ţú finnur öruggari borg, láttu okkur ţá vita.“ Meira
Erlent 15. sep. 2014 13:34

Unglingur sem vanhelgađi styttu af Jesú gćti veriđ á leiđ í steininn

"Viđ brugđumst viđ međ ţví ađ biđja fyrir unga manninum,“ segir talsmađur safnađarins Love in the Name of Christ. Meira
Erlent 15. sep. 2014 12:49

Úrslitin sýna sjúkdómseinkenni í sćnskri pólitík

Siv Jensen, fjármálaráđherra Noregs, leggur áherslu á ađ norski Framfaraflokkurinn eigi lítiđ sameiginlegt međ Svíţjóđardemókrötum. Meira
Erlent 15. sep. 2014 12:00

Ebólufaraldurinn rétt ađ byrja

Bandariskir vísindamenn áćtla ađ hann muni geisa áfram í 12-18 mánuđi. Meira
Erlent 15. sep. 2014 11:43

Erfiđar og flóknar stjórnarmyndunarviđrćđur framundan

Gunnhildur Lily Magnúsdóttir, doktor í stjórnmálafrćđi viđ Háskólann í Malmö, segir aukiđ fylgi Svíţjóđardemókrata vera ein helstu tíđindi sćnsku ţingkosninganna. Meira
Erlent 15. sep. 2014 09:59

Flugvélin enn ófundin á Grćnlandi

Leit ađ litlu flugvélinni sem hvarf skömmu áđur hún átti ađ lenda í Kulusuk á Grćnlandi síđasta fimmtudag hélt áfram í gćr. Meira
Erlent 15. sep. 2014 07:39

Dansandi lífvörđur drottningarinnar í ţriggja vikna herfangelsi

Ţrátt fyrir ađ myndband af dansi breska lífvarđarins hafi vakiđ mikla lukku međal netverja íhuga yfirmenn hersins nú ađ refsa honum harkalega fyrir athćfiđ. Meira
Erlent 15. sep. 2014 07:21

Páfinn segir ţriđju heimsstyrjöldina hafna

Frans páfi hefur talađ reglulega fyrir ţví á síđustu mánuđum ađ endi verđi bundinn á átökin í Úkraínu, Írak, Sýrlandi, á Gasa-svćđinu og í Afríku. Meira
 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Hlýnun jarđar hamlar framförum