Viðskipti innlent

Hlutabréfaverð í HB Granda ríkur upp í kjölfar milljarða hagnaðar

ingvar haraldsson skrifar
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda fagnar að líkindum auknum afla félagsins.
Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda fagnar að líkindum auknum afla félagsins. vísir/gva
Hlutabréfaverð í HB Granda hefur hækkað um 6,25 prósent í 420 milljóna króna það sem af er degi.

Hækkunin kemur í kjölfar þess að HB Grandi tilkynnti um að hagnaður fyrirtækisins hefði aukist verulega á fyrsta ársfjórðungi og numið 2,1 milljarði króna samanborið við 845 milljóna hagnað ári áður. Hinn aukni hagnaður er helst sagður skýrast af auknum loðnuafla.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×