LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST NÝJAST 10:00

Allt Suðurlandið styður okkur

SPORT

Hleypur 70 kílómetra á Esju

Lífið
kl 10:00, 20. júní 2012
Sigurður Kiernan mun hlaupa tíu ferðir upp og niður Esju í erfiðasta hlaupi Íslands.
Sigurður Kiernan mun hlaupa tíu ferðir upp og niður Esju í erfiðasta hlaupi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

„Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sigurður Kiernan, framkvæmdastjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esju Ultra Xtreme. Þátttakendur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra.

Sigurður mun með hlaupi sínu taka þátt í erfiðasta fjallahlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi, en fjórir eru skráðir í sömu vegalengd. Hann hóf að hlaupa af alvöru fyrir rúmum þremur árum og hefur tekið þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupum í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Kanaríeyjum. „Hlaupið á Kanarí var 123 kílómetra langt og náði þvert yfir eyjuna. Ég tók einnig þátt í 85 kílómetra fjallahlaupi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.“ Að þessu sögðu mætti ætla að Esjuhlaupið væri lítið mál fyrir svo vanan hlaupara. „Það er ekkert létt að hlaupa Esjuna. Það er margt sem getur komið upp á og Esjan er mjög brött. Maður þarf sérstaklega að passa sig á að fara ekki of geyst á niðurleið.“

Sigurður segist velja fjallahlaup umfram götuhlaup. „Þau eru meira ferðalag og maður fær að dást að náttúrunni.“

Hugmyndin að baki Esjuhlaupinu er að gefa fólki möguleika á að safna punktum hérlendis fyrir erlend hlaup. Rúmlega fimmtíu hafa skráð sig en netskráningu lýkur á miðnætti í kvöld á hlaup.is. Jafnframt verður mögulegt að skrá sig í versluninni Afreksvörum í Glæsibæ til lokunar á morgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á esjuhlaup.is.- hþt


Deila
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Lífið 30. ágú. 2014 09:00

Stæltasti lyfjafræðingurinn á vakt

Ragnheiður Kristín Sigurðardóttir er lyfjafræðingur sem hóf að æfa kraftlyftingar fyrir tilviljun, þegar hún vildi koma sér í form eftir barnsburð. Nú, rúmum tveimur árum síðar, er Ragnheiður Norðurla... Meira
Lífið 29. ágú. 2014 23:00

Gera fæðinguna eitthvað til að hlakka til

Jóga-og heilsustöðin Andartak ætlar í fyrsta sinn á Íslandi að standa fyrir kennaranámi í meðgöngujóga. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 22:00

Reynsluboltar í kennarastólinn

Saga Sigurðardóttir og Ellen Loftsdóttir setjast í kennarastólinn í vetur er þær halda utan um stílista-og ljósmyndaranám Reykjavik Fashion Academy. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 21:47

Brasse Brännström látinn

Sænski leikarinn og skemmtikrafturinn Lars Erik "Brasse“ Brännström er látinn. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 17:19

Grínaðist um dauða sinn daginn fyrir áfallið

Joan Rivers í stöðugu ástandi Meira
Lífið 29. ágú. 2014 15:30

„Hver veit hver ástæðan er fyrir því að fólk eignast ekki börn?“

Leikkonan Jennifer Aniston er komin með nóg af spurningum um barneignir. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 13:30

Glysprófíll og gagnleg ráð

Nóg um að vera á samfélagsmiðlunum. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 12:00

Býður upp á fullt af mistökum

Íslandsmeistaramótið í spuna fer fram í kvöld. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 11:00

Sá sterkasti spilar golf til góðs

Hafþór Júlíus Björnsson er á meðal þeirra sem taka þátt í golfmótinu Rider Cup. Golfmótið er góðgerðarmót og tekur fjöldi þekktra einstaklinga þátt í því. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 10:37

"Óóóó, laus og liðug!“

Söngkonan Britney Spears hætt með kærastanum David Lucado. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 10:15

"Ísland við elskum þig" - myndband

Austurrískir ferðalangar heimsóttu Jökulsárlón, Skógafoss, Landmannalaugar og Reykjavík. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 10:00

Voru valdir úr 900 manna hópi

Þeir Baldvin Alan, Hjörtur Viðar og Sölvi deila með sér hlutverki Billys Elliot á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í vetur. Þeir kunna vel við sig í ballettbúningnum. Meira
Lífið 29. ágú. 2014 09:00

"Okkur var spáð þremur mánuðum saman“

Kvikmyndaframleiðandinn Margret Hrafnsdóttir flutti til Los Angeles með eiginmanni sínum, Jóni Óttari Ragnarssyni, snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Nú, rúmum tveimur áratugum seinna, eru þau hjón... Meira
Lífið 28. ágú. 2014 23:45

Joan Rivers þungt haldin

Fjölmiðlakonunni er haldið sofandi í öndunarvél. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 23:00

Hús J.D. Salinger til sölu

Hús bandaríska rithöfundarins J.D. Salingers er nú til sölu fyrir litlar 80 milljónir eða 679.000 Bandaríkjadali. Salinger er hvað þekktastur fyrir að hafa skrifað bókina Bjargvætturinn í grasinu, eða... Meira
Lífið 28. ágú. 2014 18:00

"Þykir leitt að hafa verið svona mikill fáviti“

Morðingi Johns Lennon biðst afsökunar Meira
Lífið 28. ágú. 2014 17:23

Verslingar íhuga að mæta á ball MH

Þýski tónlistarmaðurinn Siriusmo spilar á busaballi Menntaskólans við Hamrahlíð sem fer fram í Vodafone-höllinni þann 3. september. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 17:12

Shakira ólétt aftur

Von er á barni númer tvö hjá henni og fótboltakappanum Gerard Pique. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 17:00

Allt bara hugmyndir

Danshöfundurinn Margrét Bjarnadóttir opnar fyrstu einkasýningu sína í Kling og Bang í dag en á sýningunni má sjá aðra hlið á listamanninum í verkunum. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 16:00

Sprengja krúttskalann á internetinu

Meira að segja hundar eru komnir með Instagram! Meira
Lífið 28. ágú. 2014 15:30

Meistarar í að rústa hótelsvítum

Frægasta fólk heims er vant því að lifa í lúxus hvar sem það er en iðulega endar hóteldvölin illa. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 14:54

„Allt í einu var ég orðin eins og fangi“

"Þetta var gríðarlegur sársauki. Mér finnst ég hafa eytt flestum mínum grunnskólaárum í kvíða og einmanaleika,“ segir Ágústa Eir Guðnýjardóttir. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 14:39

Fyrsta myndin af giftingarhring Brads Pitt

Í óðaönn að kynna myndina Fury. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 14:00

Danshaldið er að víkja

Dansskóli Jóns Péturs og Köru er tuttugu og fimm ára í dag og fagnar því með opnu húsi í Valsheimilinu milli eitt og þrjú á laugardag. Þar verður boðið upp á dans og veitingar. Meira
Lífið 28. ágú. 2014 13:03

Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig á laugardaginn

Gengu í það heilaga í Frakklandi. Meira

Tarot

 

MEST LESIÐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesið
  • Fréttir
  • Sport
  • Viðskipti
  • Lífið
Forsíða / Lífið / Lífið / Hleypur 70 kílómetra á Esju
Fara efst