Viðskipti innlent

Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur fengu gull í Danmörku

Snorri Steinn Guðjónsson handknattleikskappi á auglýsingamynd fyrir Hleðslu.
Snorri Steinn Guðjónsson handknattleikskappi á auglýsingamynd fyrir Hleðslu.

Hleðsla, Skyr.is og Ab-drykkur frá Mjólkursamsölunni hrepptu gullverðlaun í sínum flokkum í norrænni samkeppni mjólkurvara í Danmörku.

Í tilkynningu segir að í síðustu viku fór fram samkeppni milli norrænna mjólkurvara („Scandinavian dairy contest"). Samkeppnin fór fram á Mjólkurvörusýningunni („Landsmejeriudstillingen") í Herning í Danmörku en keppnin fer fram annað hvert ár.

Til að meta hvaða vörur skara fram úr eru teknir fyrir þættir eins og samsetning, bragðgæði og útlit vörunnar. Alls bárust í keppnina 1600 vörur frá Norðurlöndunum.

Mjólkursamsalan sendi nokkuð úrval af vörum í samkeppnina og var þetta í 9. sinn sem íslenskur mjólkuriðnaður tekur þátt í henni. Vörur frá MS voru sigursælar á þessu móti en Skyr.is, Hleðsla og Ab-drykkur hrepptu gullverðlaun í sínum flokkum.

„Það er mjög ánægjulegt hversu vel gekk í keppninni og gaman að sjá hversu frábæra fagmenn íslenskur mjólkuriðnaður á", segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markssviðs MS.

„Skyr.is með jarðarberjabragði vann sinn flokk og fékk gullverðlaun og þar að auki heiðursverðlaun. Aðrar vörur frá MS áttu einnig góðu gengi að fagna en samtals fengu vörur MS 34 verðlaun, þar á meðal má nefna að LGG+ smáskammtarnir og Benecol fengu silfurverðlaun, Ostakaka með hindberjum hlaut bronsverðlaun auk þess sem allar bragðtegundir af KEA skyrdrykk fengu verðlaun.

Nokkrir ostar voru einnig verðlaunaðir en þar má nefna Höfðingja og Gullost, Gouda ost, Gotta og Maríbó ost" segir Jón Axel.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×