Innlent

Hjónin Brynjar og Arnfríður sækja um stöðu hæstaréttardómara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Margir vilja sækja um þessa stóla.
Margir vilja sækja um þessa stóla. mynd/ gva.
Hjónin Arnfríður Einarsdóttir héraðsdómari og Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður eru bæði á meðal umsækjenda um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Alls bárust sjö umsóknir um embættin en umsóknarfrestur rann út 1. ágúst. Auk hjónanna eru á meðal umsækjenda þeir Benedikt Bogason og Helgi I. Jónsson, en þeir eru báðir settir hæstaréttardómarar.



Eftirtaldir aðilar sóttu um embættin:

Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari.

Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður.

Helgi I. Jónsson, settur hæstaréttardómari.

Ingveldur Þ. Einarsdóttir, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Skipað verður í embættin frá og með 1. október 2012, eða eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf nefndarinnar nr. 620/2010.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×