Hjólaslysum fjölgað um 400 % á áratug Svavar Hávarðsson skrifar 30. mars 2016 07:00 Ef taka á þátt í keppni er ekki úr vegi að kanna hvernig tryggingum er háttað. Fréttablaðið/Daníel Hjólreiðaslysum á Íslandi hefur fjölgað um 400 prósent á síðustu tíu árum samkvæmt tölum sem lögfræðistofan Landslög hefur tekið saman og vann upp úr skýrslum Samgöngustofu um umferðarslys og tölum Landspítalans. Lögmaður hefur uppi varnaðarorð til allra sem hjóla um að þeir gaumgæfi tryggingavernd sína áður en illa fer. Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru skráð hjólreiðaslys á Íslandi 25 talsins árið 2005 en fjölgaði í 120 árið 2015, eða um tæp 400 prósent. Tölur Samgöngustofu segja þó aðeins lítinn hluta sögunnar því skráð hjólreiðaslys hjá stofnuninni eru 10 prósent af þeim fjölda sem leitar á bráðadeild Landspítala vegna hjólreiðaslysa á hverju ári. Þá eru ótaldir þeir sem leituðu til heilsugæslunnar eða annarra heilbrigðisstofnana. Því má áætla að árið 2015 hafi hjólreiðaslys á Íslandi verið vel á annað þúsund talsins. Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast í hjólreiðaslysum. Fjórðungur þeirra sem slösuðust í hjólreiðaslysum árið 2015, 31 af 120, slasaðist alvarlega. Tölfræðin sýnir að áverkar útlimum og mjaðmagrind séu algengastir. Þá lést einn í hjólreiðaslysi í fyrra. Haustið 2014 var gerð úttekt á öryggismálum á nokkrum völdum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru skoðaðir 28,5 kílómetrar af hjólastígum og í ljós kom að 16 prósent þeirra staða sem rannsakaðir voru, voru metin hættuleg eða að mikil hætta væri á slysum. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir það blasa við að bylting hafi orðið í vinsældum hjólreiða á meðal almennings, og rík ástæða sé til að hvetja hjólreiðafólk til að huga að hlífðar- og öryggisbúnaði sem getur dregið úr afleiðingunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Fæstir geri sér nefnilega grein fyrir því að hljótist líkamsmeiðsli af er mikilvægt að hjólreiðafólk hafi keypt tryggingu sem tekur til slíkra slysa. Langflestir hafi svokallaða heimilistryggingu sem feli meðal annars í sér slysatryggingu vegna slysa sem verða í frítíma hins vátryggða. „Í fyrsta lagi eru umsamdar vátryggingarfjárhæðir að jafnaði lágar sem leiðir til þess að greiddar slysabætur eru í sumum tilvikum lægri en afleiðingar slyss gefa tilefni til. Í öðru lagi er í skilmálum allra vátryggingarfélaganna að finna undanþágu þess efnis að félögin bæta ekki „slys sem vátryggðir 16 ára og eldri verða fyrir við keppni eða æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum“. Skilmálar félaganna eru nánast samhljóða um þetta,“ segir Sveinbjörn. Merking þess sé að mikilvægt sé að hjólreiðafólk sem tekur þátt í „keppni“ eða undirbýr sig fyrir keppni, sé meðvitað um að slysatryggingin í heimilistryggingunni nær hugsanlega ekki til slyss sem það verður fyrir þegar atvikum háttar svo. Ef vátryggingarfélögin skilgreina WOW cyclothon, Jökulmíluna eða KIA-gullhringinn sem „keppni“ í skilningi skilmála liggur ekki á lausu hvort slys í slíkum keppnum séu bótaskyld úr heimilistryggingu hjólreiðamannsins. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að baktryggja sig. Leiðin til þess er að kaupa svokallaða almenna slysatryggingu sem nær til æfinga og keppni. Þetta á auðvitað líka við um fleiri íþróttir en hjólreiðar. Mikilvægt er að huga að vátryggingarfjárhæðinni sem hjólreiðamenn, og annað íþróttafólk vill tryggja sig fyrir og gæta að því að tryggingin taki til keppni, en hvort tveggja er valkvætt,“ segir Sveinbjörn. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Sjá meira
Hjólreiðaslysum á Íslandi hefur fjölgað um 400 prósent á síðustu tíu árum samkvæmt tölum sem lögfræðistofan Landslög hefur tekið saman og vann upp úr skýrslum Samgöngustofu um umferðarslys og tölum Landspítalans. Lögmaður hefur uppi varnaðarorð til allra sem hjóla um að þeir gaumgæfi tryggingavernd sína áður en illa fer. Samkvæmt tölum Samgöngustofu voru skráð hjólreiðaslys á Íslandi 25 talsins árið 2005 en fjölgaði í 120 árið 2015, eða um tæp 400 prósent. Tölur Samgöngustofu segja þó aðeins lítinn hluta sögunnar því skráð hjólreiðaslys hjá stofnuninni eru 10 prósent af þeim fjölda sem leitar á bráðadeild Landspítala vegna hjólreiðaslysa á hverju ári. Þá eru ótaldir þeir sem leituðu til heilsugæslunnar eða annarra heilbrigðisstofnana. Því má áætla að árið 2015 hafi hjólreiðaslys á Íslandi verið vel á annað þúsund talsins. Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast í hjólreiðaslysum. Fjórðungur þeirra sem slösuðust í hjólreiðaslysum árið 2015, 31 af 120, slasaðist alvarlega. Tölfræðin sýnir að áverkar útlimum og mjaðmagrind séu algengastir. Þá lést einn í hjólreiðaslysi í fyrra. Haustið 2014 var gerð úttekt á öryggismálum á nokkrum völdum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru skoðaðir 28,5 kílómetrar af hjólastígum og í ljós kom að 16 prósent þeirra staða sem rannsakaðir voru, voru metin hættuleg eða að mikil hætta væri á slysum. Sveinbjörn Claessen, lögmaður hjá Landslögum, segir það blasa við að bylting hafi orðið í vinsældum hjólreiða á meðal almennings, og rík ástæða sé til að hvetja hjólreiðafólk til að huga að hlífðar- og öryggisbúnaði sem getur dregið úr afleiðingunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Fæstir geri sér nefnilega grein fyrir því að hljótist líkamsmeiðsli af er mikilvægt að hjólreiðafólk hafi keypt tryggingu sem tekur til slíkra slysa. Langflestir hafi svokallaða heimilistryggingu sem feli meðal annars í sér slysatryggingu vegna slysa sem verða í frítíma hins vátryggða. „Í fyrsta lagi eru umsamdar vátryggingarfjárhæðir að jafnaði lágar sem leiðir til þess að greiddar slysabætur eru í sumum tilvikum lægri en afleiðingar slyss gefa tilefni til. Í öðru lagi er í skilmálum allra vátryggingarfélaganna að finna undanþágu þess efnis að félögin bæta ekki „slys sem vátryggðir 16 ára og eldri verða fyrir við keppni eða æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum“. Skilmálar félaganna eru nánast samhljóða um þetta,“ segir Sveinbjörn. Merking þess sé að mikilvægt sé að hjólreiðafólk sem tekur þátt í „keppni“ eða undirbýr sig fyrir keppni, sé meðvitað um að slysatryggingin í heimilistryggingunni nær hugsanlega ekki til slyss sem það verður fyrir þegar atvikum háttar svo. Ef vátryggingarfélögin skilgreina WOW cyclothon, Jökulmíluna eða KIA-gullhringinn sem „keppni“ í skilningi skilmála liggur ekki á lausu hvort slys í slíkum keppnum séu bótaskyld úr heimilistryggingu hjólreiðamannsins. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt að baktryggja sig. Leiðin til þess er að kaupa svokallaða almenna slysatryggingu sem nær til æfinga og keppni. Þetta á auðvitað líka við um fleiri íþróttir en hjólreiðar. Mikilvægt er að huga að vátryggingarfjárhæðinni sem hjólreiðamenn, og annað íþróttafólk vill tryggja sig fyrir og gæta að því að tryggingin taki til keppni, en hvort tveggja er valkvætt,“ segir Sveinbjörn.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?