FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR NÝJAST 19:33

Israel Martin framlengir á Króknum til 2020

SPORT

Hjólaleigur í Reykjavík

 
Innlent
07:00 04. MARS 2016
Hjólaleiga.
Hjólaleiga. NORDICPHOTOS/GETTY

Borgarráð samþykkti samhljóða á fundi í gærdag að auglýsa í forvali eftir aðilum til að koma á fót og reka hjólaleigu í Reykjavík. Slíkar hjólaleigur hafa fest sig í sessi víða um heim, meðal annars á Norðurlöndunum, og er tilgangur þeirra að veita fólki aðgang að hjóli fyrir ferðir innan borgarmarkanna.

Mögulegar staðsetningar, sem nefndar hafa verið, fyrir slíkar hjólaleigur eru til dæmis í Kvosinni, við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og við Hlemm.

Í september 2014 var skipaður starfshópur um hjólaleigu í Reykjavík og var í minnisblaði hópsins lagt til að aðkoma borgaryfirvalda yrði fyrst og fremst fólgin í að skapa aðstöðu fyrir slíkar leigur, en að aðrir aðilar sjái um uppsetningu og rekstur leiganna. Í forvalinu þarf meðal annars að kanna fjölda hjóla og leigustöðva, tæknilegar lausnir og staðsetningu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Hjólaleigur í Reykjavík
Fara efst