Hjartveiki í Vatnsmýri Halldór Halldórsson skrifar 29. ágúst 2013 06:00 Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd. Flugvallarmálið er skipulagsmál. Innan skipulagsmála koma til skoðunar hlutir eins og umferð, umhverfi, öryggi, fagurfræði og ýmislegt fleira. Að tala um afleiður eins og heilbrigðismál, hvað þá líf og dauða, í umræðu um skipulagsmál er ekki boðlegt og ekki málefnalegt. Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða. „Hjartað slær í Vatnsmýri,“ er slagorð þar sem þessi áróður er myndgerður. Mér leiðast svona klisjulegar anatómíu-líkingar en í þessu tilfelli eru svo sem fleiri á stangli. Það er aðeins eitt líffæri í Vatnsmýrinni – mýrin sjálf, lungu miðborgarinnar, „öndunarfæri landsins,“ svo ég vitni í afa minn. Finnst fólki í lagi að dæla svona eitri í mýrina, í eitthvað flóknasta og verðmætasta dýra- og lífríki Reykjavíkur? Eins og flestir íbúar í nánd við flugvöllinn vita er hægt að skola flugvélarsótið burtu af stéttinni með öflugri háþrýstidælu en það er ekki tilfellið í mýrinni. Hún minnkar bara og minnkar þar til ekkert er eftir. Ég er kominn með nóg af einhverjum skeleggum oflátungum sem láta eins og þeir sem eru á móti flugvellinum séu annaðhvort vitlausir eða sjálfhverfir. Það er bara ekki þannig, ekki frekar en að þeir sem vilja halda honum séu allir frekir og leiðinlegir. Þetta er orðræða sem hefur einkennt samskipti höfuðborgarbúa við landsbyggðina allt of lengi. Það er sparnaður í því að færa flugvöllinn. Þjóðfélagslegur ábati. Það er hægt að bjarga lífum og bæta kjör fyrir þann sparnað. Það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að lenda flugvélum í miðborgum. Samkvæmt öllum stöðlum eru flugvellir og sjúkrahús ekki samliggjandi. Það eru grilljón fleiri lausnir til og grilljón ákvarðanir sem verður að taka upplýst og af yfirvegun. Ég vil flugvöllinn burt úr Reykjavík. Hugsa um það á hverjum degi. Hugsa um það í hvert einasta skipti sem íbúðin nötrar undan hávaða flugvélanna. Það þýðir samt ekki að ég vilji að börn deyi. Látum ekki slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för. Við hljótum að vera þróaðra samfélag en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson, Dóri DNA Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun
Það er búið að gera hjartveika akureyska stelpu að „poster-girl“ fyrir því að ef flugvöllurinn fer muni börn deyja. Þetta er ósvífið og ósmekklegt. Þetta er lágkúra í sinni tærustu mynd. Flugvallarmálið er skipulagsmál. Innan skipulagsmála koma til skoðunar hlutir eins og umferð, umhverfi, öryggi, fagurfræði og ýmislegt fleira. Að tala um afleiður eins og heilbrigðismál, hvað þá líf og dauða, í umræðu um skipulagsmál er ekki boðlegt og ekki málefnalegt. Þetta eru ósvífin frekjurök, taktlaus áróður. Það er hægt að snúa allri umræðu upp í umræðu um líf og dauða ef maður leyfir svona afleiðurökum og móðursýki að flæða. „Hjartað slær í Vatnsmýri,“ er slagorð þar sem þessi áróður er myndgerður. Mér leiðast svona klisjulegar anatómíu-líkingar en í þessu tilfelli eru svo sem fleiri á stangli. Það er aðeins eitt líffæri í Vatnsmýrinni – mýrin sjálf, lungu miðborgarinnar, „öndunarfæri landsins,“ svo ég vitni í afa minn. Finnst fólki í lagi að dæla svona eitri í mýrina, í eitthvað flóknasta og verðmætasta dýra- og lífríki Reykjavíkur? Eins og flestir íbúar í nánd við flugvöllinn vita er hægt að skola flugvélarsótið burtu af stéttinni með öflugri háþrýstidælu en það er ekki tilfellið í mýrinni. Hún minnkar bara og minnkar þar til ekkert er eftir. Ég er kominn með nóg af einhverjum skeleggum oflátungum sem láta eins og þeir sem eru á móti flugvellinum séu annaðhvort vitlausir eða sjálfhverfir. Það er bara ekki þannig, ekki frekar en að þeir sem vilja halda honum séu allir frekir og leiðinlegir. Þetta er orðræða sem hefur einkennt samskipti höfuðborgarbúa við landsbyggðina allt of lengi. Það er sparnaður í því að færa flugvöllinn. Þjóðfélagslegur ábati. Það er hægt að bjarga lífum og bæta kjör fyrir þann sparnað. Það eru ekki sjálfsögð mannréttindi að lenda flugvélum í miðborgum. Samkvæmt öllum stöðlum eru flugvellir og sjúkrahús ekki samliggjandi. Það eru grilljón fleiri lausnir til og grilljón ákvarðanir sem verður að taka upplýst og af yfirvegun. Ég vil flugvöllinn burt úr Reykjavík. Hugsa um það á hverjum degi. Hugsa um það í hvert einasta skipti sem íbúðin nötrar undan hávaða flugvélanna. Það þýðir samt ekki að ég vilji að börn deyi. Látum ekki slepjuleg slagorð og ósvífin tilfinningarök ráða för. Við hljótum að vera þróaðra samfélag en það.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun