HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 13:34 Einar Þór. Mál af þessu tagi, þar sem einn og sami einstaklingurinn er grunaður um að hafa smitað vísvitandi fjölda stúlkna af HIV, er einsdæmi á Íslandi. Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð. Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð.
Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56
Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27