Hittu á lofandi heitavatnsæðar Svavar Hávarðsson skrifar 11. apríl 2016 07:00 Borað var niður á 1.100 metra dýpi við Hoffell og fannst um 80 gráðu heitt vatn. Mynd/RARIK Niðurstöður úr borun rannsóknarholu við Hoffell í Hornafirði lofa mjög góðu. Tókst að bora niður á tvær heitar vatnsæðar en á síðustu árum hafa rannsóknir staðið yfir í þeirri von að nægjanlegt magn af heitu vatni finnist til reksturs hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði. Það er á vegum RARIK sem leitað er jarðhita við Hoffell, en borun á nýjustu rannsóknarholunni hófst í febrúar síðastliðnum. Þar er haldið áfram með verkefni frá haustinu 2015 þegar boraðar voru tvær 500 metra djúpar holur í þeim tilgangi að prófa tilgátu um gerð og stærð jarðhitakerfisins sem byggir á enn eldri forathugunum – en upphaf jarðhitaleitar við Hornafjörð má rekja aftur til ársins 1992 og hefur staðið með hléum síðan, eins og greinir frá í gögnum Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) sem stýrt hafa rannsóknum fyrir RARIK á allra síðustu árum. RARIK greinir frá því að borað hafi verið niður undir 1.100 metra dýpi og er hiti í botni holunnar rúmar 80 gráður. „Þegar komið var niður fyrir 850 metra fundust æðar sem flest bendir til að gefi nokkurt vatnsmagn, en það kemur ekki í ljós fyrr en borun er lokið og búið er að mæla holuna. Reiknað er með að hætta borun fljótlega og hefja mælingar. Endanleg afkastageta holunnar verður ekki ljós fyrr en eftir blástursmælingar sem fram fara á næstu dögum og prufudælingu úr holunni, sem taka mun nokkrar vikur.Björn Ingi Jónsson Vonast er til að á svæðinu finnist nægjanlegt heitt vatn til að anna húshitunarþörf á Höfn í Hornafirði, eins og áður sagði. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, er varkár í orðum spurður um þýðingu þessara niðurstaðna. Verkið sé á ábyrgð RARIK, en í síðustu viðræðum sveitarfélagsins við fyrirtækið hefði ekki verið ljóst hverju hitaveita myndi skila í hagræðingu fyrir heimilin í sveitarfélaginu. „En við reiknum með að það verði umtalsvert til lengri tíma litið. Heitt vatn hefur alls staðar verið talið mikil gæði og svo er einnig hér,“ segir Björn Ingi, sem hefur ekki rætt nýjustu niðurstöður rannsóknarborana við Hoffell við RARIK eða hvernig hlutirnir eru að þróast þessa dagana. Hitaveita hjá 90% landsmannaUm 90% landsmanna hafa aðgang að jarðhita til að kynda hús sín. Íbúar þeirra svæða sem ekki hafa aðgang að jarðhita og kynda hús sín með raforku eða olíu njóta niðurgreiðslna á húshitun. Aðildarsveitarfélög Sambands sveitarfélaga á köldum svæðum eru í dag 25 talsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Niðurstöður úr borun rannsóknarholu við Hoffell í Hornafirði lofa mjög góðu. Tókst að bora niður á tvær heitar vatnsæðar en á síðustu árum hafa rannsóknir staðið yfir í þeirri von að nægjanlegt magn af heitu vatni finnist til reksturs hitaveitu fyrir Höfn í Hornafirði. Það er á vegum RARIK sem leitað er jarðhita við Hoffell, en borun á nýjustu rannsóknarholunni hófst í febrúar síðastliðnum. Þar er haldið áfram með verkefni frá haustinu 2015 þegar boraðar voru tvær 500 metra djúpar holur í þeim tilgangi að prófa tilgátu um gerð og stærð jarðhitakerfisins sem byggir á enn eldri forathugunum – en upphaf jarðhitaleitar við Hornafjörð má rekja aftur til ársins 1992 og hefur staðið með hléum síðan, eins og greinir frá í gögnum Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) sem stýrt hafa rannsóknum fyrir RARIK á allra síðustu árum. RARIK greinir frá því að borað hafi verið niður undir 1.100 metra dýpi og er hiti í botni holunnar rúmar 80 gráður. „Þegar komið var niður fyrir 850 metra fundust æðar sem flest bendir til að gefi nokkurt vatnsmagn, en það kemur ekki í ljós fyrr en borun er lokið og búið er að mæla holuna. Reiknað er með að hætta borun fljótlega og hefja mælingar. Endanleg afkastageta holunnar verður ekki ljós fyrr en eftir blástursmælingar sem fram fara á næstu dögum og prufudælingu úr holunni, sem taka mun nokkrar vikur.Björn Ingi Jónsson Vonast er til að á svæðinu finnist nægjanlegt heitt vatn til að anna húshitunarþörf á Höfn í Hornafirði, eins og áður sagði. Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar, er varkár í orðum spurður um þýðingu þessara niðurstaðna. Verkið sé á ábyrgð RARIK, en í síðustu viðræðum sveitarfélagsins við fyrirtækið hefði ekki verið ljóst hverju hitaveita myndi skila í hagræðingu fyrir heimilin í sveitarfélaginu. „En við reiknum með að það verði umtalsvert til lengri tíma litið. Heitt vatn hefur alls staðar verið talið mikil gæði og svo er einnig hér,“ segir Björn Ingi, sem hefur ekki rætt nýjustu niðurstöður rannsóknarborana við Hoffell við RARIK eða hvernig hlutirnir eru að þróast þessa dagana. Hitaveita hjá 90% landsmannaUm 90% landsmanna hafa aðgang að jarðhita til að kynda hús sín. Íbúar þeirra svæða sem ekki hafa aðgang að jarðhita og kynda hús sín með raforku eða olíu njóta niðurgreiðslna á húshitun. Aðildarsveitarfélög Sambands sveitarfélaga á köldum svæðum eru í dag 25 talsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 11. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira